Ár sem Pescaterian!


Í gær fagnaði ég einu ári sem Pescaterian (grænmetisæta sem borðar fisk). Ákvörðun mín um að hætta borða kjöt kom mjög skindilega og ég hugsaði ,,Af hverju ekki?”. Og núna er manneskjan sem borðaði kjöt á hverjum degi og hélt að hún gæti ekki sleppt því búin að vera kjötlaus í eitt ár! En tilgangur minn með þessari færslu er að sýna og segja ykkur frá mínum uppáhalds grænmetismat.


-----

Mozzarella Burgers.

Þessir fara alltaf lóðbeint á hamborgarana mína og ef þú ert einhverskonar grænmetisæta og hefur ekki smakkað þá þá mæli ég 110% með því.


-----

Vegetarian Sauges.

Þið fáið ykkur kannski alltaf SS pylsur en ég fæ mér alltaf þessar. Ég kýs frekar þessa gerð en þær sem eru með Rósmarín.


-----

Grænmetis Lasanga.

Góð máltíð og salat með er alveg hrikalega gott.


-----

Kjúklingabaunabuff.

Fyrsta mánuðina eftir að ég tók þá ákvörðun að gerast Pescaterian þá var þetta það eina sem ég borðaði. Þegar það var kjúklingur, lambakjöt, eða hamborgarar þá rataði þetta alltaf á diskinn. Ég var líka að taka eftir því að það eru sólþurkaðir tómatar í buffunum. Ég hef aldrei fundið fyrir því þannig ef ykkur finnst tómatar ekki góðir engar áhyggjur.


-----

Tortillur með linsum.

Hægt að borða eitt og sér en það er betra með hvítlaukssósu og salati. Fetaostur setur síðan punktinn yfir i’ð.


Vörurnar fást í Hagkaup og Bónus.

-----

xxx

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María