Íshellirinn í Perlunni


Í dag fór ég í íshellinn í Perlunni. Ég, systir mín og vinkona hennar vorum að aðstoða við páskaeggjaleit (á vegum Kaffitárs) sem var líka í Perlunni en aðeins eftir það þá fórum við í íshellin og tók ég myndir þangað til að myndavélin varð batteríslaus. Við fengum leiðsögutúr, en þá var bara verið að segja okkur frá því helsta, við máttum labba um og í lokin var sýning sem hægt var að skoða. Mæli með fyrir alla sem hafa ekki farið að endilega kíkja því þetta er rosa flott upplifun og alltaf gott að læra meira um gamla góða Ísland.
Friður,Saga.


©2017-2020 by Saga María