ógleymanleg helgi

Þessi helgi mun sitja fast í mínu minni þar sem hún var satt að segja ógleymanleg. Fullt af draumum rættust sem ég verð ævinlega þakklát fyrir :D


8. febrúar

Á laugardeginum dvaldi ég í Háskólabíó'i í 12 tíma og var að búa til efni fyrir UngRúv með Haffa en við vorum að gera "bakvið tjöldin" þátt sem kemur út von bráðar. Seinni part dagsins var ég síðan með UngRúv instagrammið og verð ég með það líka á morgun og á úrslitunum :D Mjög skemmtilegur og lærdómsríkur dagur.

9. febrúar

Laaaangþráður dagur rann upp á sunnudeginum þar sem við skvízurnar kepptum um að fá þáttökurétt í Dance World Cup sem haldin verður út á Ítalíu í Róm í sumar. Eins og myndirnar sýna þá tókum við 78,8 stig heim og bikar í þokkabót. Róm í sumar BEIBÍ!!!!

helgin sameinuð í eina mynd...

xxx, Saga

©2017-2020 by Saga María