Úti í Eyjum

Í dag kom ég heim frá Vestmannaeyjum en ég er búin að vera þar seinustu 4 daga á Pæjumótinu. Litla systir var að keppa og létum við fjölskyldan okkur ekki vanta. Ég hef takmarkaðan áhuga á fótbolta og var gott að vera með myndavélina og getað notað hana og ljósmyndaáhugann til þess í rauninni að hafa eitthvað að gera, annað en að vera með fjölskyldunni og að horfa á fótbolta. Ég held að ég láta myndirnar bara tala sitt mál,

þar til næst, Saga


©2017-2020 by Saga María