Þú ættir að fylgja þessum Instagrömmum

Ég er hér búin að taka saman 5 instagram aðganga sem ég mæli eindregið með að fylgja. Mér finnst þeir svo gefandi og eru þeir að fræða mig svo mikið á hverjum degi.


@florencegiven

Hún FLorence er þekkt fyrir að selja veggspjöld, boli og taupoka með sterkum skilaboðum. Mér finnst hún sjúklega flott og er margt sem að hún gerir sem að maður ætti að taka til fyrirmynda.

@ernuland

Vá. Ég stikla kannski á stóru þegar að ég segi að þessi kona hafi bjargað lífi mínu. Hún Erna fjallar aðalega um jákvæða líkamsímynd eða Body Positive. Hún tekur ósjaldan front cameru spjöll sem fræða mann meira en að sitja í skólanum.

@favitar

Eins og Sólborg (sem heldur uppi síðunni) segir sjálf þá er þetta átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Ég hef farið á fyrirlestur hjá henni um þetta instagram og átak og vá hvað hún er flott. Hún hefur svo mikla ástríðu fyrir þessu og það skín hreint í gegn.

@hinseginleikinn

Mjög fræðandi instagram sem fjallar um hinseginleikann á einfaldan og skemmtilegan máta. Mjög reglulega koma einstaklingar sem hafa kynnst hinseginleikanum á eitthvern máta og taka yfir instagrammið.

@karlmennskan

"Tilgangur @karlmennskan er að frelsa karlmenn undan álögum karlmennskunnar og styðja við feminíska jafnréttisbaráttu með umræðu, fræðslu og viðburðum" segir Þorsteinn sem að stendur á bak við instagrammið. Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf ;)

Takk fyrir að lesa, Saga

©2017-2020 by Saga María