14. hlutir sem þú vissir örugglega ekki um mig

Ég tók saman 14 hluti sem fáir en þó einhverjir vita um mig.


1. Langar að gerast Vegan, en þar sem ég elda ekki allt sem fer ofan í mig þá finnst mér ósanngjart gagnvart foreldrum mínum að leggja það á þau. En er núna Pescaterian(grænmetisæta sem borðar fisk).

2. Æfði einu sinni fótbolta, ekki alveg mitt sport.

3. Eeeelska plöntur, er með 7 plöntur inni hjá mér.

4. Langar í tattú, stelputáknið milli brjóstanna.

5. Er að safna pening í Beyoncé sjóðinn minn þannig þegar hún túrar þá get ég farið og séð hana.

6. Syng svaðalega mikið í sturtu og hljóma alls EKKI vel.

7. Er með einn eggjastokk, missti hinn fyrir tæpleg tveim árum.

8. Langar að vera alltof margt þegar ég verð eldri, getur einhver mögulega sett fleiri klukkustundir í sólarhringinn.

9. Hef drepið eina plöntu og það var kaktus.

10. Brenn fyrir jafnrétti, ángríns brenn.

11. Klæði mig alltaf einlitað, ómeðvitað.

12. Var í Krakkafréttum í seinustu viku, HÉR ;)

13. Er ekki að ferma mig, hvorki kristinlega né borgarlega.

14. Þegar pabbi stakk uppá því fyrst að ég myndi blogga þá vissi ég ekki hvað blogg væri🙈


Vona að þið höfðuð gaman af ;)

Saga

©2017-2020 by Saga María