6 herbergisráð

Updated: Sep 30, 2018


Ef þú ert komin/nn með leið á herberginu þínu og langar að breyta því eða varst að flytja, þá er ég með nokkur góð ráð. Þetta eru ráð (og hugmyndir) sem ég sé og veit að hafa virkað fyrir mig og aðra. Ég er samt ekki að tala um að henda öllu sem þú átt og rjúka í IKEA og kaupa allt nýtt. Ekki markmiðið mitt hér. Þetta er kannski meira um það hvernig þú getur nýtt það sem þú átt en samt á fágaðan og flottan hátt. Ráðin henta fyrir flest alla stíla en vonandi færðu hugmyndir um hvernig þú getur gert herbergið þitt betra. P.S. Myndirnar eru ekki teknar á sama tíma heldur eru þær teknar með ársmillibil (ég er mikið fyrir það að breyta herberginu mínu) .ATH. Ef þið klikkið á myndirnar þá koma þær í flullri stærð.

-----

1. Þetta er eitt af þessum ráðum sem er mjög mikilvægt en flestir nenna ekki. Það safnast mjög fljótlega upp drasl í herberginu mínu jafnvel það sé korter síðan ég gekk frá í því. Hvort sem þú nennir því eða ekki þá mundi ég reyna að ganga frá í því á 3-5 daga fresti. Eins að lofta út (opna glugga) daglega og skipta á rúmum á tveggja vikna fresti.

-----

2. Plöntur. Fyrir mér er það lykilatriði að fallegu herbergi. Síðan hef ég líka heyrt að það sé betra andrúmsloft og maður sefur betur með plöntu í herberginu. Fyrir ykkur sem gleyma að vökva plöntur eða hreinlega nennið því ekki þá mæli ég með kaktus. Þarft ekki að vökva hann eins oft og ekkert milli nóvember til mars.

-----

3. Taktu fram uppáhaldsflíkina þína t.d. jakka, peysu eða kjól og settu á herðartré. Hengdu á fataskápinn, á nagla á veggin eða fyrir ofan gluggan. Hef notað þetta ráð mjög mikið og þá mest gallajakka og hékk hann á fataskápnum mínum. Veit ekki alveg hvað það var en það lífgaði einhvern veginn upp á venjulega fataskápinn.

-----

4. Ég nota loftljósið sem er inni hjá mér ekki mikið heldur er ég með mikið af löpmum og minni ljósum. Birtan verður alveg ótrúlega kósý og þægileg við það. En ég er með eitt uppáhalds ljós en það er ljósasería. Ég hef seríuna á krókum á vegg fyrir ofan rúmið mitt en ljósið er ekki mikið áberandi en mér finnst það samt gera mikið fyrir herbergið.

------

5. Endilega hengdu skemmtilegar myndir á veggina, af vinum og fjölskyldu eða áhugamálum. Ég er mikill feministi, hef áhuga á tísku og elska Beyoncé. Það sést mjög vel á veggjunum hjá mér. Ef þú hefur áhuga á íþróttum, átt fyrirmynd eða elskar einhverja ákveðna sjónvarpsþætti þá er það tilvalið myndefni sem þú getur hengt upp á veggina þína.

-----

6. Þegar fólk kemur inn til þín þá á það helst að sjá/fatta að þetta sé þitt herbergi. T.d. hjá mér, ég er með tískutímarit, plöntur og Lemonade platan rúllar í plötuspilaranum mínum.

-----

Friður,Saga.


©2017-2020 by Saga María