70 dagar í Beyoncé!


Jebb, þú last rétt. Þetta sumar (2018) nánar tiltekið 15. júní mun ég sjá Beyoncé (hún er í miklu uppáhaldi) og Jay-Z í fyrsta skipti á tónleikatúrnum þeirra OTR II. Ég fer ein með mömmu og pabba en við eigum eftir að panta flug og gistingu en það eina sem við vitum er að við erum komin með miða á tónleikana. Tónleikarnir eru í London og... já.

Við ákváðum reyndar ekki bara uppúr þurru að fara en ég ætla sem sagt ekki að ferma mig, hvorki kristilega né borgarlega. Ferðin er samt ekki í staðinn fyrir fermingu, ég ætla að vitna bara beint í mömmu ,,okkur mundi þá langa gera eitthvað uppbyggilegt á unglingsárunum með hverju og einu ykkar og þið munduð velja hvað við mundum gera, borða, sjá...bara ykkar draumaferð"(sannarlega mín draumaferð). Eins og systir mín fer kannski á fótboltaleik en mig langaði svo að fara að foreldrar mínir tjékkuðu á þessu og fengu miða. Jafnaldrar mínir fermast reyndar á næsta ári svo ég er að fá ferðina ári fyrr en planað var. Ég mun láta ykkur vita að öllu sem ég geri og planið er að gera í London þegar nær dregur.

----------
Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María