8 uppáhalds Eurovision lög 2018


Eurovision keppnin í ár er haldin í Portúgal ,nánar tiltekið í Lissabon. Keppnin hefst í næstu viku en Ísland keppir í fyrri-undanriðlinum sem er þann 8. maí, seinni-undanriðillinn er þann 10. maí og úrslitin eru síðan þann 12. maí. Öll kvöldin eru í beinni á Rúv klukkan 19:00 (mæli mikið með að horfa og fylgjast með). Ég er mikið búin að skoða lögin sem keppa í ár og búin að velja mín átta uppáhalds. Það er frekar erfitt að segja til um hvernig mun fara þegar maður er ekki búin/nn að sjá allt atriðið eins og það verður á sviðinu en ég myndaði ég mína skoðun út frá laginu og myndbandinu (sem fylgir laginu). Ég skrifaði fyrir ofan lögin nokkrar línur um hvert lag/flytjanda. Ég byrja á skásta laginu og enda á besta laginu:) Það voru fleiri lög sem mér fannst skemmtileg/góð en ég vildi samt bara vekja áhuga á þessum átta lögum. P.S. Endilega lesið textann neðst í færslunni :)

----------

8. Lie to me-Tékkland.

Í ár sendir Tékkland strákinn Mikolas Josef en hann flytur lagið ,,Lie to me". Mikolas er vinsæll í heimalandinu og hefur það eflaust hjálpað honum að sigra. Ástæðan fyrir því að ég setti lagið ekki ofar á listann er sú að mér finnst lagið vera svolítið stolið. En að enga síður gott og efast ég ekki um að því mun ganga vel í keppninni.


----------

7. Monsters-Finnland.

Þetta árið var ég mjög hrifin af flestum norðurlandalögunum og hérna var engin undantekning. Saara Aalto flytur lagið og gefur lagið manni svolítið power. Þetta er reyndar þannig lag að það gæti týnst á sviðinu og verið ekki neitt neitt en lagið sjálft er annars bara fínt.


----------

6. You let me walk alone- Þýskaland.

Lagið er innblásið af föðurmissi en Michael Schulte missti föður sinn þegar hann var 14 ára gamall. Þetta lag mun alveg pottþétt koma á óvart og vera ,,svarti péturinn" í ár. Krúttlegur 27 ára strákur sem lítur grunsamlega mikið út eins og Ed Sheeran.


----------

5. Dance you off-Svíþjóð.

Benjamin Ingrosso, flytjandi lagsins, er tuttugu ára strákur frá ítölskum ættum. Hann er vinsæll hjá yngri kynslóðinni í Svíþjóð eins og kannski lagið. Lagið er eins konar danssmellur og ef þið hlustið vel þá er á tímapunkti eins og Justin Bieber sé að syngja:)


----------

4. Mercy-Frakkland.

Parið Madame Monsieur flytur lag Frakklands í ár. Þau syngja um flóttamenn eða um lítið barn sem fæðist á meðan foreldrar þess leita að betra lífi. Barninu er síðan seinna gefið nafnið Mercy. Frábælega heppnað lag að mínu mati.


----------

3. We got love-Ástralía.

Þetta er í þriðja skiptið í ár sem Ástralía tekur þátt. Söngkonan heitir Jessica Mauboy og syngur hún um ástina(klassískt). Fínt lag.


----------

2. Higher ground-Danmörk.

Fyrir mér á þetta lag alveg jafn miklar líkur á sigri eins og lagið sem er í fyrsta sæti en mér finnst þetta lag ekki eins skemmtilegt og það sem er í fyrsta sæti. Lagið er með mikið víkingaþema og er Rasmussen, flytjandi lagsins, með mikið sítt rautt skegg.


----------

1. Toy-Ísrael.

Lagið fjallar um #metoo byltinguna og það sem er mest einkennandi við lagið er að Netta, söngkonan, gaggar í laginu eins og hæna. Mér finnst þetta lag og Higher Ground, lagið frá Danmörku, vera jöfn en um leið og ég heyrði Toy þá greyp það mig strax og hef ég ekki hætt að hlutsa á það síðan.


'Núna eru 5 dagar síðan færslan var skrifuð og er alveg rosalega margt búið að breytast. Það er kominn aleg heill hellingur af nýjum lögum inná listann og sum dottin út af honum. Langaði bara að láta ykkur vita;)'

----------

Þangað til næst,

Friður Saga.


©2017-2020 by Saga María