Alþjóðlegi Baráttudagur Kvenna! / Plakat

Updated: Sep 30, 2018


Í dag 8. mars er alþjóðlegi baráttudagur kvenna. Þar sem ég er svo mikill feministi þá langaði mér að hanna eitthvað í tilefni af deginum. Foreldrar mínir eiga búðina Farvi sem er staðsett í Álfheimakjarnanum og þar eru þau með rosa flotta prentvél sem prentar alveg frá gjafakortum yfir í falleg veggspjöld. Mér finnst mjög gaman að gera/hanna klippimyndir og hannaði ég veggspjald í tilefni dagsins. Veggspjaldið er klippimynd með orðunum ,,Áfram Stelpur". Hægt er að kaupa plakatið í verslun Farva (Álfheimum 4) eða á vefsíðu Farva HÉR og kostar það 3000 kr. og renna 50% (1500 kr.) af peningnum beint til UN Women. Eins og ég hef fjallað um áður þá er UN Women ein af stofnum sameinuðu þjóðanna og vinnur UN Women að því markmiði að útrýma ofbeldi og misrétti gegn konum og stelpum út um allan heim. Konurnar sem munu síðan fá peningin búa núna við aðstæður og hafa upplifað margt sem engin kona (né karl) ætti nokkurn tíman að þurfa að upplifa. Endilega kaupið plakat og hjálpið mér í leiðinni að styrkja og safna pening fyrir UN Women. Myndin af plakatinu er neðst.

Áfram stlepur,

Saga.


©2017-2020 by Saga María