Allt sem þú þarft að vita fyrir Söngvakeppnina

Jæja... stóri dagurinn er á morgun en Úrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram annað kvöld. Ég hef verið með puttann á púlsanum og er með nokkrar skemmtilegar staðreyndir um keppendur og nice suprise neðst;)


Fyrstar á svið eru þær Ísold og Helga - 9009901


- Ísold og Helga sem syngja lagið Meet me halfway fengu svo mikla gagnrýni fyrir kjólana sem þær voru í að þær ákvöðu að breyta dressunum og verða því í öðrum fötum á úrslítunum

- Fyrra lúkkið þeirra var innblásið af Önnu og Elsu úr Frozen

- Þær syngja lagið sitt á ensku, Meet me halfway í staðinn fyrir Klukkan tifar

Númer tvö að stíga á sviðið er Daði og Gagnamagnið - 9009902


- Daði Freyr og Árný sem er með honum í Gagnamagninu eiga barn saman

- Á ensku fjallar lagið um barnið þeirra

- Gagnamagnið syngur lagið sitt á ensku, Think about Things

- Ef þú ert sannur Daði aðdáandi þá skaltu horfa á þetta hér...

Eftir Daða stígur hún Nína á svið - 9009903


- Mamma Nínu syngur með henni í bakrödd

- Amma hennar heitin vann Ungfrú Ísland

- Nína syngur lagið sitt á ensku Echo í staðinn fyrir Ekkó

- Nína syngur í þessu lagi hér...

Næst seinust á sviðið er hún Íva Marín - 9009904


- Íva er í tónlistarnámi útí Rottendam þar sem Eurovision fer fram í maí

- Lagið fjallar um framtíðina og er innblásið af íslensku Völvunni

- Planið hjá Ívu var að syngja lagið sitt á ensku en á morgun mun hún syngja lagið á íslensku

- Ef að Íva væri lag þá væri hún þetta lag...

Seinastir á svið eru Dimmumenn - 9009905


- Lag Dimmu fjallar um að finna ljósið í myrkrinu

- Ein kona í bakrödd hjá Dimmu, Stefanía Svavarsdóttir

- Þegar þeir voru spurðir af hverju eru þið að taka þátt í keppninni sögðu þeir "af hverju ekki?"

- Þeir syngja lagið sitt á íslensku


Ég hef verið baksviðs fyrri undankvöldin og verð baksviðs á morgun, skrítið að fá að mæla með sjálfum sér en þetta eru snilldarþættir...

http://ungruv.spilari.ruv.is/spila/ungruv/28046/8beuou

http://ungruv.spilari.ruv.is/spila/ungruv/28046/8beuov


©2017-2020 by Saga María