Bókarjólatré - Jólagjafahugmynd

Updated: Nov 25, 2019


Fyrsta hugmyndin af heimatilbúnni jólagjöf er bókar-jólatré. Það er falleg og einföld gjöf sem hentar öllum. Það eina sem þú þarft er bók sem þarft ekki að nota meir (til dæmis kilja). Hér fyrir neðan stendur hvað þú gerir (frá byrjun til að enda) til þess að enda með bókar-jólatré í höndunum.

-----

Skref 1. Taka kjölinn utan af bókinni þannig að blaðsíðurnar séu einungis eftir.


Skref 2. Brjóta efra hornið þétt upp að kilinum (eitt blað í einu).


Skref 3. Brjóta síðan alveg eins nema að það standi út eins konar þríhyrningur neðst á blaðsíðunni.


Skref 4. Taka partinn/þríhyrninginn sem stendur út og setja hann á milli blaðsíðana (þannig að ekkert standi út úr blaðsíðunum).

Skref 5. Þetta endurtekur þú við allar blaðsíðurnar og þá ert þú búin/nn. Hægt er líka að spreyja lími yfir og setja glimmer á.

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María