Frosting kaka / uppskrift

Updated: Dec 30, 2018


Eins og margir vita þá átti engin önnur en Beyoncé afmæli þann 4. september og var bakað köku í tilefni dagsins. Ég vildi nú aðalega deila með ykkur uppskriftinni aðalega út af dásamlega kreminu sem var sett á kökuna. Sumir kalla það frosting en mér líkar betur að kalla það sykurpúðakrem.

-----

Kakan:

(Dugar í 2 botna)

300 gr hveiti

320 gr. sykur

4 msk. kakó

130 gr. smjör við stofuhita

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

2 1/2 dl. mjólk

2 stór egg (3 lítil)

-----

Aðferð:

Blanda öllu saman og baka í ofni við 180 gráður í 25 mínútur.

-----

Kremið:

(gott er að gera tvöfaldan skammt ef maður vill hafa nóg af kremi)

200 gr. sykur

1 tsk. cream of tartar (fæst í Hagkaup)

1 eggjahvíta

1 dl. sjóðandi vatn

-----

Aðferð:

Hræra þar til kremið verður kalt í 5-8 mínútur.xxx,

Saga

©2017-2020 by Saga María