Bakrödd á BÓ

Hææ ég heiti Aðalheiður Braga oftast kölluð Alla og er 14 ára í Kársnesskóla í Kópavoginum. Ég hef áhuga á dansi, ljósmyndun og tónlist. Saga spurði mig hvort ég væri til í að gera jólablogg og ég var meira en til í það enda er ég búin að telja niður til jólanna frá seinustu jólum, nánast.

En ég syng á hverju ári á Jólagestum Björgvins með Skólakór Kársness í bakröddum og er búin að gera það í 4 ár. Þetta er eitt það skemmtilegasta við jólin hjá mér, verður að segjast.

Í ár voru söngvararnir Auður, Birgitta Haukdal, GDRN, Friðrik Ómar, Gissur Páll, Jón Jónsson, Svala, Þóra Einarsdóttir og Herra Hnetusmjör og mikill heiður að fá að syngja með þeim enda voru þau rosa flott.

Ferlið var þannig að við fengum lagalistann í desember og byrjuðum að æfa . Við tókum þátt í flest af lögunum og þurftum að æfa okkur vel.

19 .des var æfing hjá Bjögga og allir voru í sparifötum því beint eftir æfinguna var jólaball í skólanum.

Svo 20. des var generalprufan, hún gekk rosa vel en þá þurftum við að vera í kórfötunum okkar sem við vorum svo í á tónleikunum. Kórbúningurinn okkar er hvítur stuttermabolur með bláu prjónamynstri, hvítt pils, uppháir hvítir sokkar og svartir skór fyrir stelpurnar. Strákarnir voru í svörtum gallabuxum, hvítri skyrtu, með slaufu og í svörtum skóm.

Gunni Helga var sýningastjóri og Þórir Baldurson tónlistastjóri. Þessi prufa var bara til að fínpússa og æfa innkomur, hljóð og ljós. Gunni og Þórir voru þeir einu sem máttu stoppa ef eitthvað færi úrskeiðis eða þurfti að laga á þessari æfingu.

Svo 21. og 22. des voru svo tónleikarnir sjálfir. Við mættum 15:30 upp í skóla 21. des og tókum rútu niður í Hörpu og gerðum okkur til. Svo voru fyrstu tónleikarnir kl 17:00 og seinni 21:00 og á milli tónleika fengum við mjög góðan mat í Norðurljósasal. Báðir tónleikarnir gengu rosa vel og eftir tónleikana þá var rúta heim.

Síðan 22. des voru hinir tónleikarnir og live útsending í Sjónvarpi Símans. Við mættum öll upp í skóla 14:30, tókum rútuna og vorum mætt niður í Hörpu um 15:00 og vorum tilbúin í næstu tónleika kl 16:00. Þessir tónleikar voru teknir upp en ekki sendir í beinu útsendinguna, en ef svo kæmi að eitthvað færi úrskeiðis þá var hægt að klippa á þessa upptöku. Síðan kl 20:00 voru tónleikarnir í beinni útsendingu og var smá stress í mönnum. En þrátt fyrir það þá gengu tónleikarnir mjög vel.

Var svo upptekin og gat því ekki tekið eins mikið af myndum og ég vildi en annars takk fyrir mig og gaman að fá að deila einni af mínum jólahefðum með ykkur. Ég hlakka til að syngja aftur á Jólagestum Björgvins á næsta ári.


Getið fylgt mér á insta undir @allabragaa


©2017-2020 by Saga María