Beyoncé í London


Minn helsti draumur varð að veruleika föstudaginn 15. júní þegar ég sá Beyoncé og Jay-Z á tónleikatúrnum þeirra OTR II. Þetta var svo ótrúlega ekki raunverulegt en samt svo sturlað eitthvað. Ólýsanlegt. Þegar þau komu fyrst inná sviðið þá láku nokkur tár en síðan var ég bara í því að öskra og syngja með, nema í lokin þá láku nokkur tár í viðbót. Þetta var öðruvísi en ég var búin að ímynda mér það, en ef eitthvað var, þá var þetta bara betra. Ef þið viljið lesa og vita meira um aðdragandann og af hverju ég fór á tónleikana þá getið þið lesið það HÉR. En myndirnar af tónleikunum eru hér fyrir neðan og vídjó neðst.

-----
Ég fór með yndislegu foreldrum mínum.


Við pöntuðum okkur pítsu áður en við fórum inn á tónleikana.-----

Og ferðin í heild sinni(vídjó af tónleikunum neðst):


-----

En þangað til næst,

Friður, Saga


©2017-2020 by Saga María