Blogg annáll 2018

Updated: Dec 31, 2018

Í þessari færslu er ég búin að taka

saman helstu blogg ársins 2018. Ég tók hvern mánuð fyrir sig og skrifaði léttilega um bloggið sem stóð þar uppúr. Annars vona ég að þið hafið átt góðar stundir á blogginu á liðnu ári og megi komandi ár færa ykkur ljúfar og góðar stundir bæði á blogginu og í lífinu almennt.

-----

Janúar:

Árið byrjaði á því að ég fór í skólaferðalag á Reyki. Það var mikið stuð og mjög lærdómsríkt. Þið getið lesið færsluna um það HÉR.

-----

Febrúar:

Blogg febrúars var um Fokk ofbeldi húfurnar. Ég skrifaði texta um húfurnar, ofbeldi og UN Women. Með því fylgdi stuttur myndaþáttur af yngri systkinum mínum sem voru með húfuna. Færsluna finnið þið HÉR.

-----

Mars:

Í Mars fór ég með skólasystrum mínum á viðburð á vegum UN Women. Hann hét Milljarður rís og dönsuðum við gegn ofbeldi og misrétti og til að sýna öðrum sem hafa þurft að ganga í gegnum það samstöðu. HÉR er færslan.

-----

Apríl:

Sjálfsást og sjálfsvirðing hefur sjaldan verið jafn mikið í umræðunni og núna. Í apríl seinastliðnum skrifaði ég færslu um hvernig er hægt að dekra aðeins við sig. Þið finnnið hana HÉR.

-----

Maí:

Í maí tókum við bekkurinn þátt í verkefni sem kallast Tóbakslaus bekkur. Við útfærðum lokaverkefnið í myndbandi. Myndbandið finnið þið hér fyrir neðan og færsluna um ferlið HÉR.

-----

Júní:

Hápunktur ársins var ferðin til London með mömmu og pabba en fórum við til London til þess að sjá Beyoncé og Jay Z á tónleikatúrnum þeirra OTR II. Eftir að við komum heim bjó ég til vídjó af ferðinni sem þið finnið hér fyrir neðan. Færslur um ferðina finnið þið hér á blogginu undir flokknum Ferðalög.

-----

Júlí:

Við fjölskyldan eyddum júlí mánuði mest megnis á Suðureyri sem er fyrir vestan en hápunktur þess ferðalags var klárlega þegar bestu vinkonur mínar heimsóttu mig. Við áttum sjúklega góðar stundir saman en HÉR er færslan um það.

-----

Ágúst:

Í lok ágúst tók ég saman mín helstu dress og flíkur sumarsins og setti saman í færslu sem þið finnið með því að smella HÉR.

-----

September:

September var frekar rólegur mánuður og voru helgarnar nýttar í að vera með fjölskyldunni. Við fórum meðal annars í sund, út að borða og í leikhús. HÉR finnið þið færsluna um það.

-----

Október:

Ein besta leiksýning ársins er klárlega sýningin Fyrsta skiptið. Hvort sem þú þarfnast hláturskasts eða ekki þá mælum við stelpurnar 150% með þessari sýningu. HÉR getiði lesið meira um mig að lofsyngja þessu frábæru sýningu.

-----

Nóvember:

Annar hápunktur ársins var þegar við skrekkshópurinn lentum í 2. sæti í skrekk 2018. Ógleymanlegar minningar og frábært ferðalag sem mun aldrei gleymast. Þið getið lesið um ferðalagið HÉR.

-----

Desember:

HÉR getið þið lesið færsluna Svona eru jólin sem segir frá desmeber mánuðnum mínum 2018.

------

Takk,

Saga

©2017-2020 by Saga María