Druslugangan 2018

Updated: Sep 30, 2018


Einn mikilvægasti viðburður ársins, að mínu mati, nálgast óðfluga en fer hann fram næstkomandi 28. júlí (laugardag). Um er að ræða Druslugönguna en hún berst gegn kynbundnu sem og kynferðisofbeldi. Manni hlýnar í hjartanu að vita að svona viðburður sé til staðar og hversu margir mæta til þess að segja nei við ofbeldi og standa með einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Druslugangan er einnig að selja rosa flottan varnig sem er vert að kíkja á (sjá myndir neðst í færslu) en það er líka hægt er að kaupa á netinu inná Salka.is eða bara mæta á staðinn...Allir að mæta!

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María