Eurovision 2019 / TÍU uppáhalds

Nú er ekki langt í að Eurovision 2019 hefji göngu sína og þeir sem þekkja mig vita að ég er kolfallin fyrir þessari keppni. Þetta eru bara jól 2. Það er bara svoleiðis.

Ég tók saman uppáhalds lög eftir 1-2 hlustanir og það skiptir gífurlega miklu máli þegar tekið er þátt í keppni eins og þessari að lagið grípi mann við fyrstu hlustun.


Zero Gravity / Ástralía:

Lagið og sviðsetningin minnir mig alltaf á Elsu í Frozen. Mér finnst lagið fallegt en það er óperulag. Þegar óperulög heppnast og eru send í Eurovision þá komast þau yfirleitt langt og ég held að þetta sé engin undarteknin á því.

Soldi / Ítalía:

Mér finnst lagið líklegt til þess að komast langt en það er eitthvað við það sem grípur mann og vekur áhuga.

She got me / Sviss:

Lagið er fyrir mér önnur útgáfa af Despacito, mjög suðrænt vibe. Söngvarinn selur mér alveg lagið og ég spái atriðinu mjög ofarlega.

22 / Írland:

Ég fæ mjög hlýlega tilfinningu þegar ég hlusta á lagið og er þetta lag sem ég mun spila í roadtrip'inu og/eða á meðan ég læri stærfræði. Ég veit samt ekki hversu langt lagið kemst í keppni eins og þessari.

Hatrið mun sigra / Ísland:

Lagið greip mig strax og hef ég verið húkt síðan. Atriðið og boðskapurinn grípur mann svo rosalega að ég að farin að velta því fyrir mér hvort að Hatrið muni í alvörunni sigra.

Á sviðinu úti í Ísrael:

Replay / Kýpur:

Lagið er nákvæmlega eins og lagið frá Kýpum í fyrra enda heitir það Replay ;) En mjög skemmtilegt og dansvænt lag. Kannski þess vegna sem að það skorar svona hátt hjá mér.

Love is forever / Danmörk:

Boðskapurinn í laginu er algjör andstæða við íslenska lagið, en Danmörk syngur um ástina og Ísland um hatrið sem mun sigra. Mér finnst lagið fallegt en það sem truflar mig er að hún horfir í myndavélina allan tímann.

Chameleon / Malta:

Viðlagið í laginu finnst mér flott og klárlega eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður. Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar ungir einstaklingar taka þátt í keppninni en stelpan sem syngur lagið er aðeins 18 ára.

Too late for love / Svíþjóð:

Er til meira sænskt Eurovision lag spyr ég nú bara. Elska bakraddirnar í seinna part lagsins en samt er lagið voða mikið miðju moð eitthvað.

Arcade / Holland:

Falleg ballaða og góð undir spunadansa ;) Lagið snertir mig og spái ég því ofarlega en samt ekki sigri eins og veðbankarnir.

Truth / Aserbaídsjan:

Þegar ég heyrði þetta lag fyrst þá byrjaði ég að dansa og syngja með þrátt fyrir að ég var að hlusta á lagið í fyrsta skipti. Klassíska lagið í ár.

---

Fylgist með næstu daga, síðan verður að springa af Eurovision efni,

Gleðilegt Eurovision, Saga

©2017-2020 by Saga María