Fataskápurinn minn

Updated: Sep 30, 2018


Mig langaði að sýna ykkur uppáhalds flíkurnar, í fataskápnum mínum, mest notuðu og svo framvegis. Ég reyni líka að segja ykkur hvar ég keypti flíkina og frá hverjum. Ég er ekki mikið í því að kaupa mér föt en þegar ég geri það þá sé fyrir mér að geta notað þau mjög lengi.

-----

Mest notaða:

Seinustu jól þá sá ég á Instagram account Druslugöngunnar að þau væru með sölubás niðri í bæ(á Fógetatorginu) og þar væru þau að selja drusluboli, peysur og fleira, en hafði mig lengi langað í peysuna. Ég fór eins og fljótt og ég gat og keypti mér peysuna og sé ég alls ekki eftir því enda hef ég notað hana mjög mikið.


-----

Hentar öllum tilefnum:

Þennan bol rakst ég á fyrir slysni en þegar ég sá hann þá vissi ég þyrfti að eignast hann. Hann er rauður/hvítur, röndóttur bolur en á hliðunum er eins og hálfgerðir vængir. Maður getur notað hann í skólanum, farið í honum í brúðkaup og poppað hann upp með fallegum skóm og buxum og svo framvegis. Keypti hann í H&M seinasta haust.


-----

Leynd perla:

Ég hef mjög gaman af að skoða föt og fatabúðir og seinast sumar var ég á Akureyri með fjölskyldunni. Á móti húsinu sem við vorum í var Rauða Kross búð og kíkti ég þangað og fann þessa ótrúlegu fallegu skyrtu. Ég er mjög spennt fyrir sumrinu því þá get ég tekið upp skyrtuna og notað hana í (vonandi) góða veðrinu.


-----

Í kjallaranum hjá ömmu og afa:

Um daginn var ég hjá ömmu og afa og kíkti ég niður í kjallara með pabba og fann þar þessa peysu. Peysan er síðan mamma og pabbi voru í Kvennó og pabbi hannaði logo´ið, en nemandifélagið hét/heitir Keðjan og logo´ið er keðja(Keðjan) og K´á(Kvennaskólinn). Fullkomin kósý peysa.


-----

Fallegasta:

Að mínu mati þá er það að sjálfsögðu Beyoncé bolurinn minn en Beyoncé er í miklu uppáhaldi ( í sumar er ég einmitt að fara á tónleikana hennar í London). Ég fékk bolinn í jólagjöf á seinasta ári en hægt er að kaupa vörur frá Beyoncé á vefsíðunni hennar HÉR.


------

Þægilegasta:

Prjónapeysan klikkar seint. Mamma keypti þessa fyrir mig þegar hún fór til Dublin í janúar. Peysan er ótrúlega kósý og þægileg og er hún frá merkinu Mango.


------

Geymist alltaf:

Í fyrrasumar þá hljóp ég 10 km. í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Barnaspítala Hringins (safnaði 75 þúsúnd krónum;)). En þá langaði mig að hlaupa í einhverju öðru en rauða bolnum sem við fengum frían og allir voru í. Vinkona mín hljóp með mér og foreldrar mínir líka en ég og hún notuðum fatatúss og skrifuðum á venjulegan hvítan bol. Aftan á bolnum er líka smá einkahúmor.

Friður,Saga.


©2017-2020 by Saga María