Ferðalagið mitt um Asíu PART I

Hæ, ég heiti Kristrún, er 14 ára og er í Réttarholtsskóla. Ég ætla að segja ykkur frá ferðalaginu mínu um Asíu.

Fyrr í sumar lagði ég af stað í rúmlega mánaðarferð um Asíu. Ég fór með 2 systrum mínum og mömmu minni. Við flugum til London og þaðan beint til Dubai. Frá London til Dubai flugum við með Emirates sem var alveg geggjað. Vélin var á tveimur hæðum með bar o.fl. Við fengum tvær þriggja rétta máltíðir umborð sem var næs. Flugið var 8 tímar en leið bara hratt. Við lentum um miðnætti eftir 18 tíma ferðalag (vorum mjög þreyttar) en samt voru 38 gráður úti.

Dubai er í miðri eyðimörk í Arabíu, þannig það er mjög heitt. Arabía er ekki komin langt í jafnrétti kynjana og mjög strangtrúa múslima samfélag. Þar þurfa konur að hylja stóran hluta líkama sinnar vegna trúar. Um leið og við komum út uðrum við að fara í sérstakan stelpu-leigubíl. Það er sem sagt þannig að karla leigubílstjórar mega bara keyra karla og eiginkonur þeirra en konubílstjórar mega bara keyra konur og börn. Stelpu-leigubílarnir voru bleikir og sum staðar mega karlarnir þarna líka eiga 4 konur.

Fyrsta daginn fórum við upp í hæsta hús í heimi og að skoða verslunarmiðstöðina þar. Þetta er pínulítið land og þau eiga m.a. hæsta hús í heimi, risa “moll” sem inniheldur skíðasvæði, nokkra fossi, skautasvell og margar af dýrustu vörumerkjum heims. Það var alveg fáránlegt að vera úti í 45 gráðu hita og fara síðan inn og sjá fólk á skautum.

Svo er þetta mjög strangtrúa múslima land þannig í þessum hita er fólk (og aðllega konur) samt klætt búrkum frá toppi til táar sem að hylja allan líkamann. Þetta virðist allt saman mjög gamaldags og þess vegna er svo skrýtið að sjá fólk þannig klætt í t.d. Apple búð.

Uppi í turninum sér maður mjög vel hvað þetta er furðulega byggð borg í miðja eyðimörk. Borgin er nefnlinlega ekki stór þannig maður sér bara sand allt í kring.

Næsta dag fórum við í eyðimerkur-safari. Þá keyrðum við aðeins út fyrir borgina og í eyðimörkina. Við keyrðum upp og niður sandhólanna í eyðimörkinni sem var mjög hræðilegt. Samt mjög gaman. Þetta var eins og rússíbani en samt hræðilegra, því í rússíbana er maður fastur við eitthvað en þarna gat bíllinn auðveldlega dottið á hlið. Ég er líka ekki frá að við höfum nánast gert það nokkrum sinnum.

Við fórum á úlfalda og borðuðum kvöldmat á arabísku hlaðborði einhversstaðar lengst í eyðimörkinni. Þar var fullt af fólki, magadansarar og eldgleymir. Ég fékk meira að segja henna tattoo! (tímabundið) Þetta var alveg geðveik upplifun! Svo flott að sjá eyðimörkina þegar sólin sest, en samt mjööög heitt🥵.

Síðan flugum við til Balí. Þá var flugið 9 og hálfur tími, og við flugum aftur með Emirates. Við byrjuðum á því að gista í viku í Ubud sem er vinsæll ferðmannabær á Balí. Þar eru mjög mikið af hrísgrjónaökrum og viið gistum í villu með sundlaug yfir hrísgrjónaakri. Það var mjög flott.


Ubud er með mikið af hofum og eru garðarnir þar eins og listasöfn. Alls konar styttur og listaverk og grindverk í kring sem eru ótrúlega falleg.

Við skoðuðum alls konar Hindua hof, fórum á markað, róluðum yfir frumskóginn, skoðuðum apa og fleiri dýr, fengum nudd, borðuðum öðruvísi mat o.fl.

Eftir viku í Ubud fór við til Seminyak sem er strandbær á suður-Balí. +Í Seminyak gistum við á hóteli sem var samt ekki svona týpískt hótel. Hvert “herbergi” var ein villa með sundlaug og það voru bara 12 þannig á hótelinu. Allir þarna eru svo góðir og brosmildir. Það heilsa allir með því að gera svona 🙏 sem er aftur, mjög ólíkt Íslandi. Þegar við komum sat kona við hurðina með skál af vatni með rósablöðum í og þvoði á okkur fæturna. Við vorum í 5 nætur með mömmu þar.

Balí og eyjurnar þar í kring eru allt eldfjalla-eyjur þannig þar eru oft jarðskjálftar og stundum flóðbylgur eða Tsunami-ar. Svoleiðis er samt mjög hættulegt og geta náð margar kílómetra inn í land þannig ég var smá hrædd. Þau eru með stórt kallkerfi og viðvarningar fyrir þeim, en það er samt ekki algengt.

Eftir fimm nætur þar með mömmu kom pabbi minn. Þar sem þau eru skilin skiptu þau ferðinni upp. Því þetta er svo stór ferð ákváðu þau að það væri sniðugt að þau fengu bæði að fara og skipti því þannig sem gekk bara mjög vel. Við vorum áfram tvær nætur með pabba í Seminyak en flugum síðan á aðra eyju...


©2017-2020 by Saga María