Ferðalagið mitt um Asíu PART II

...Við fórum á stóra eyju sem heitir Borneo. Á henni er elsti frumskógur í heimi! Ferðalagið þangað gekk vel og þegar við lentum keyrðum við beint inn í frumskóginn. Þar gistum við á frekar sérstöku hóteli.

Það eru samtök sem eru að bjarga órangútum og björnum úr vanrækslu. Dýrum sem hafa verið gæludýr, sýningardýr (t.d. í sirkúsum), unnið o.fl. Þetta er alveg magnað verkefni. Órangútarnir sem þau bjarga eru settir á litlar eyjur sem hafa verið búnir til fyrir þá og þar læra þeir að aðlagast lífi í frumskóginum svo þeim geti verið sleppt á ný. Við fengum að skoða þá, horfa á þá klifra, leika og borða. Það var mjög sorglegt að sjá hvað fyrrverandi eigendur apanna höfðu farið illa með þá. Einn kunni að grípa því hann hafði verið í sirkus, annar kunni að keyra því hann var látinn keyra litla golfbíla fyrir ferðamenn☹️. Það var samt mikið ævintýri að vera þarna í frumskóginum. Við skoðuðum órangúta, birni, löbbuðum í gegnum frumskóginn (með guide, engar áhyggjur), sáum eiturslöngu, tarantúluhreiður, risa maura, fljúgandi kóngulær, fljúgandi slöngu, fljúgandi íkorna og siglum á kródódílaá. Litla systir mín var líka bitin af eldmaur.

Eftir þrjár nætur þá sigldum við á eina af þrem Gili-eyjunum sem eru nálægt Balí. Eyjan var svakalega falleg. Alveg hvítar strendur og mögnuð sólsetur. Þar er líka allt einnota plast bannað, eins og rör og svoleiðis, og eru engir bílar, bara hestvagnar og hjól.


Einn morguninn leigðum við hjól og hjóluðum í kringum alla eyjuna og borðuðum svo hádegismat hinum megin á henni á litlum stað alveg við sjóinn. Þar sem þetta er svo lítil eyja tók það bara 2 klukkustundir, meira að segja með sex ára litlu systur mína.

Við snokluðum líka þar. Þar voru styttur í sjónum sem voru mjög flottar. Svo fórum við að snorkla að stað þar sem við sáum skjaldbökur, gömul skip og mjög marga flotta fiska, allt í sjónum.

Eftir fjórar nætur á Gili fórum við aftur til Ubud, þar sem við byrjuðum. Við gistum samt í öðru húsi á öðrum stað. Við vorum með infinty-sundlaug yfir frumskógi sem var alveg geðveik! Við fórum aftur í apagarðinn sem við fórum í síðast í Ubud. Við gistum þar í fjórar nætur.


Síðan lögðum við af stað heim. Við flugum í 9 og hálfan tíma til Dubai og biðum þar í 2 klukkutíma, skoðuðum m.a. stærstu fríhöfn í heimi. Síðan flugum við í 8 tíma til London. Þetta var mjög langur dagur. Bókstaflega lengsti dagur líf míns! Við lögðum af stað klukkan 16 frá Balí þegar það er ekki komin nótt í Evrópu. Svo flugum við bara áfram með nóttinni og lentum klukkan 7 um morgun í London, þegar klukkan var orðin 14 á Balí. Þegar við lentum keyrðum við á Hótelið okkar og fórum síðan að skoða aðeins borgina. Við versluðum síðan og fórum út að borða á SushiSamba um kvöldið. Við náðum að nýta daginn í London mjög vel. Morguninn eftir flugum við heim til Íslands eftir 5 vikna ferðalag!

Það var mjög gaman að fara þangað. Allt svo öðruvísi. Margt mjög flott en líka margt svakalega erfitt að sjá. Ég fór t.d. að gráta þegar ég sá tvö lítil götubörn sofandi út á götu ein um kvöld í fyrsta skiptið. Á einum staðnum vorum við í húsi með sundlaug, loftkælingu, fullan ísskáp af mat og margt, margt fleira. Svo fórum við 10 metrum handan við hornið og sáum fólk sem býr í pappa húsum sem eru minni er baðherbergið heima hjá mér. Maður sér og lærir að heimurinn er miklu stærri en Ísland. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að sjá það. Þetta hefur verið mjög skemmtileg ferð þrátt fyrir að ég sé enn eins hvít og blað. Ef þið viljið sjá fleiri myndir úr ferðinni getið þið fundið mig á IG undir @kristrun.agustsd. Takk fyrir mig❤️

—Kristrún

©2017-2020 by Saga María