Ferðin til London í myndbandi


Eftir að ég kom heim frá London þá byrjaði ég að klippa saman myndband, ekki langt, en þó myndband. Stundum segja myndir meira en texti og myndbönd meira en myndir. Þegar ég var úti var ég reyndar meira í því að taka myndir en pabbi var duglegur að fá myndavélina lánaða og taka myndbönd. Eftir að ég kom heim þá var/er ég mjög þakklát fyrir það.

Myndbandið inniheldur meðal annars: Beyoncé tónleikana, Harry Potter safnið og fræga staði í London. Vona að þið hafið gaman af (er búin að vera í basli að setja myndbandið inn en hér er það...). Ég vil líka þakka Sykri fyrir lánið á laginu þeirra Curling.


----------

Þangað til næst,

Friður, Saga


©2017-2020 by Saga María