Fermingarfín á sumardeginum fyrsta

Updated: Jun 20, 2019

Erna Björg heiti ég, er að verða 14 ára og geng í Laugalækjarskóla í Reykjavík. Ég myndi lýsa mér sem ákveðnri og skipulagðri manneskju. Leiklist og söng hef ég gríðarlega mikinn áhuga á, einnig æfi ég Sönglist í Borgarleikhúsinu og planið er að hætta ekki á næstunni. Ég ætla að segja ykkur frá fermingunni minni.

Í vetur er ég búin að vera taka mikið þátt í hlutum í tengsli við kirkjuna, t.d með að mæta í æskulýðsfélagið alla fimmtudaga og taka mikið þátt í guðsþjónustum hér í kirkjunni minni. En annað sem ég er búin að vera gera í vetur er að mæta í fermingarfræðslu alla þriðjudaga.

Þann 25. apríl kl 11 fermdist ég í Laugarneskirkju og var haldið hátíðlega upp á það! Fyrst var smá pæling hvort ég myndi halda veislu eða ekki, en á endanum ákvöðum við að halda stóra veislu og buðum 80 manns. Hún var haldin í sal Kvennaskólans í Reykjavík og litaþemað mitt fyrir veisluna var gullitaður og beibí bleikur. Við leygðum myndakassa og vakti hann gríðarlega mikla vinsældra í veislunni minni, það leið ekki eitt augnablik þar sem ég sá engann í photoboothinu.

Ég var rosalega sátt með dressið mitt. Þegar ég tók þá ákvörðun að ferma mig þá var ég staðráðin í því að ég yrði alls ekki eins og allir aðrir og í hvítum blúndukjól, heldur ákvað ég að vera í þröngum kóngabláum kjól skreyttur með blómum sem var keyptur í forever21. Blómin á kjólnum pössuðu fullkomlega við hárið mitt, því ég var með hvít lifandi blóm í hárinu. Svo ákvað að poppa dressið mitt smá upp með gulllituðu eyrnalokkum úr spútnik;) !

Ég og fjölskyldumeðlimir mínir vorum öll sámmála um það að það hefðu verið rosalega góðar veitingar í veislunni. Allt það sem var í veislunni var pantað frá Sandholti, þó voru nú örfáar veitingar sem voru heimabakaðar, t.d eins og kransakökurnar. Maturinn sem ég bauð upp á var ljúffengur!

Yfir allt gæti ég ekki hafa verið sáttari með daginn! Hann var frábær, það var ekki bara gaman að fá að upplifa þetta, heldur að fá að fagna með öllu fólkinu sem mér þykir svo vænt um og er svo annt um. Yndislegur dagur í alla staði!


Erna Björg / IG: @erna.bjorg

©2017-2020 by Saga María