Fokk Ofbeldi! / Myndaþáttur 2.

Updated: Sep 30, 2018


Ofbeldi er viðbjóðslegur hlutur sem á ekki að viðgangast hvort sem það sé andlegt eða líkamlegt, heimilis eða kynferðislegt ofbeldi. Nú eru komnar í sölu húfur sem eiga að vekja fólk til umhugsunar um eitt stærsta mannréttindabrot heims, ofbeldi. Flestir hafa séð annaðhvort auglýsinguna eða bara húfurnar sjálfar. Húfurnar eru dimmbláar á lit og eru með leðurmerki á neðri part húfunnar. Á leðrinu stendur ,,Fo Un Women". Hægt er að kaupa húfurnar inn á heimasíðunni unwomen.is og allur ágóðinn fer beint til Un women. Peningurinn mun hjálpa svo sannarlega til í þeirra störfum. Nælið ykkur endilega í húfuna og segjum því Fokk Ofbeldi.

En hvað er Un Women?

Un Women vinnur að því að útríma ofbeldi gegn stúlkum og konum um allan heim og er það líka ein af stofnum sameinuðu þjóðanna. Margt er hægt að gera til þess að styrkja Un Women t.d. kaupa Fokk Ofbeldi húfu, skrá sig í ,,HeforShe" (nánari upplýsingar á heimasíðu Un Women) og látið í þér heyra ef brotið er á þínum rétti, hvort sem þú sért kona eða karl. Stöndum saman og útrímum ofbeldi í heiminum. Margt smátt gerir eitt stórt.


Eins og sjá má á myndunum þá fékk ég litlu systkinin mín til að vera með húfuna. Meiningin með því var til þess að sýna að við búum öll í heiminum og ofbeldi snertir ungna sem aldna.

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María