Fullkomlega ófullkomin

Updated: May 12, 2019

Nýlega las ég bókina eftir hana Ernu Kristínu, Fullkomlega Ófullkomin. Í bókinni talar Erna meðal annars um pressuna sem samfélagið setur á mann um hið fullkomlega útlit, hvað sjálfsást er og hvernig maður getur hlúið að henni.

Það var ótrúlegt hvað bókin hafði/hefur djúpstæð áhrif á mig, jafnvel þótt ég tók ekki eftir því strax. Ég hætti að setja pressu á mig um hið "fullkomlega útlit" og byrjaði að hlúa að mér og líkamanum mínum af réttum ástæðum. Svo ótrúlega nauðsynleg lesning sem allir ættu að taka tíma í að lesa. Einnig eru myndirnar virkilega fallegar og tákna umræðuefnið vel.

Bókin fæst í verslunum og netverslun Lindex, að ég held.

xxx, Saga

©2017-2020 by Saga María