1/2/ Júróvisíjon frá sjónarhorni hlutlausasta meðlims foreldrafélags Hatara

Updated: Jun 20, 2019

Hæ! Ég heiti Jórunn, er 14 ára, í Réttarholtsskóla og hef mikinn áhuga á myndlist og teikningu. Saga spurði mig hvort að ég vildi vera gestabloggari af því að núna er ég á leiðinni til Ísrael að fara á Júróvisjón!!, að sjá Hatara live :o . En reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég sé þá live, Matti eða þessi sem öskrar er nefnilega bróðir minn og þessi sem syngur, Klemens, hann er frændi minn.

En já ég ætla að segja ykkur frá ferðalaginu mínu þangað og hvernig það gekk :D

Ferðin gekk mjög vel og það var ekki löng bið á flugvellinum, svo það var frábært. En ég verð að viðurkenna að ég var alveg svolítið hrædd að fara til Ísraels og mig bara langaði ekkert að fara. Eða jú til þess að hitta Matta en svona samt ekki, en ég er komin og þetta er aaaallt öðruvísi en ég hélt að það myndi vera. Stundum líður mér eins og ég sé á Spáni, það er glampandi sól, pálmatré og alltof há tónlist fyrir utan hótelið en þetta er bara fínt :))

Fyrsta daginn hittum við Matta, Klemma og þau í Hatara og það var fun. Eftir það fórum við að skoða Jaffa sem er semsagt æfa gömul hafnarborg og hún var mjöf flott. Á leiðinni þangað hittum við tvær konur sem kenndu okkur arabísku og spurðu okkur hvernig íslenska lagið væri og mér fannst ekkert eðlilegra en að öskra “hatrið mun sigra” eeen pabbi stoppaði mig.

Hatari fór líka í “dómara rennsli” sem er að mér skilst helmingurinn af einkuninni þeirra sem dómarar út um alla Evrópu ákveða kvöldið áður. Ég þurfti ekki nema sólarhring í Ísrael og ég var komin i blöðin 😎 #celebalert . Þá meina ég á Íslandi og Matti var líka á myndinni svo að þetta var kannskiii ekki allt um mig 😪en einmitt núna er ég í sólbaði í alltof hárri karnival tónlist og lífið er bara gott.

Ég var ekki bara í blöðunum heldur líka í sjónvarpinu og útvarpinu og mörgum viðtölum.... ok kannski ekki mörgum en svona einu og veistu hvað það er ekkert svakalegt að fara í viðtal um bróður sinn.

En Iceland music news tók eitt viðtal við mig og fjölluna og pabbi var í Hawai skyrtu.

Heyrðu það er ekki bara mikið af hárri tónlist heldur líka allt of mikið af svona litlum járnstaurum og ég klaufinn i foreldrafélaginu ( já ég er hluti af foreldrafélagi Hatara, reyndar hlutlausasti meðlimurinn ) rak eða meira svona barði hnénu á mér í einn slíkan og núna á ég svolítið erfitt með að labba en það er svosem allt í lagi :,)

JÚRÓ!!! Við fórum á júró place'ið og voru sætin okkar í miðjum salnum og við sáum mjög vel.

Þetta byrjaði og það var góð stemming og alveg svolítið mikið af fólki með íslenska fána sem var skemmtilegt, en svo kom Hatari og það var rosalegt, mér fannst rosalega skrítið að sjá bróðir minn á svona risa stóru sviði, í ólum, að öskra og frænda minn að rúlla sér uppúr jörðinni og það var svaka stemming og fólk var svolítið hissa að ég kunni textann af laginu, en við tókum öll eftir því að lagið hjá Hatara var einhvern veginn lægra en öll hin lögin og kom ekki eins vel út og vanalega, en það var víst bara í salnum, ekki í sjónvarpinu svo það er allt í lagi. Þegar kynnarnir voru að lesa löndin sem komust áfram og búinn að segja fyrstu 7 löndin og Ísland var ekki komið þá var ég aðeins farin að efast um það hvort þeir mundu komast áfram. En loksins kom það kynnirinn las “ ICELAND” og þá skitu allir á sig... eða við skitum á okkur og ég hélt að mamma mín myndi fá taugaáfall hún öskraði svo mikið, og eftir það þá skipti eiginlega ekkert máli afþví að við vorum komin í úrslit júró!! :D


Þar til í næstu færslu, Jórunn

1 comment

©2017-2020 by Saga María