2/2 Júróvisíjon frá sjónarhorni hlutlausasta meðlims foreldrafélags Hatara

Updated: Jun 20, 2019

Jæja, við fórum í Jerúsalem með Guide en hún var mjög leiðinleg og labbaði mjööög hratt, ég held að hún hafi ekki hugsað úti það að þetta var hópur sem innihélt bara miðaldra fólk ( ekki að reyna að móðga neinn samt ) og einn þreyttan ungling. Jerúsalem ferðin var ekkert spes miðað við næstu ferð, við fórum nefninlega til Palestínu og vorum í Betlehem.

Maðurinn sem var með okkur heitir Ayed og hann fæddist og ólst upp í palestínskum flóttamannabúðum.

Til þess að gera langa sögu stutta var þessi ferð stórkostleg, svakaleg, hræðileg, sorgleg, falleg, mindblowing, life changeing og hún gerði mig mjög reiða.

Ég er svo þakklát að ég fór í þessa ferð og að Ayed var með okkur og sýndi okkur hvernig þetta er í allvörunni í flóttamannabúðum. Ég hefði aldrei viljað missa af þessu vegna þess að þótt að ég vissi að þetta væri að gerast i heiminum skildi ég það ekki þangað til ég kom á staðinn og sá við hversu hræðilegar aðstæður þetta fólk býr og fékk að heyra hvað Ísraels menn hafa gert ógeðslega hluti við þau.

Þetta var eins og búr, eitthvað dýrabúr fyrir fólk, þau máttu lang flest ekki ferðast neitt og þau fá bara vatn tvisvar sinnum í mánuði, þau mega ekki einu sinni safna regnvatni, þau verða að kaupa það af Ísraelsmönnum.

Alla ferðina var ég að reyna að gráta ekki og það gekk misvel sérstaklega þegar við fórum á Banksy safnið um stríðið og sáum öll vopnin sem þau notuðu og hversu illa hefði verið farið með Palestínumenn.

Eins og ég sagði er ég mjög þakklát að ég fór í þessa ferð og ég mun aldrei gleyma henni. Og manstu þegar ég sagði að Ísrael væri eins og Spánn... já.. nei það er alls ekki satt. Persónulega fannst mér þessi borg vera frekar ljót og þau hugsa ekkert um umhverfið, flokkun eða jafnrétti. En það er auðvitað bara það sem ég sá en mér sýnist að fólkið sem ræður sé ekki allveg málið.


Ok þetta átti að vera blogg um Júróvisjón svo ég skal tala aðeins um það lika :,)AAAAAAAAAAAAA

ÞAÐ ER AÐAL DAGURINN

OG AÐAL KEPNIN

OG ALLIR ERU AÐ FLIPPA!!!

Já semsagt það er svolítill spenningur í mönnum og Hatari eru farinn á síðasta dómararennslið og Gísli Marteinn tók útvarpsviðtal við mig og Viktor kærasta Andreans.

Það gerðist ekki mikið meira þangað til við vorum komin inn í höllina.

Þá meina ég, ég og foreldrafélagið, Anna leikstjóri og Baldvin myndatöku maður, Björg fréttakona, Gísli Marteinn, Ingi, Anna ( önnur Anna ), Ronja, Kristín, Gísli( annar Gísli ), Gis( hann heitir líka Gísli ), Elon Musk, Madonna, Quavo, Will Ferrel og örugglega einhverjir fleiri Gíslar.


Við biðum spennt og sveitt eftir því að hatari kæmi á svið og svo BOOM þeir komu og það var SJÚKT. Það var geggjuð stemming (hjá okkur) en Ísraelsmönnum leist ekkert svakalega á þetta, en ég meina eru þeir hrifnir af einhverju öðru en sínu eigin atriði. Hann Kobi... já hann Kobi hann var ansi vinsæll hjá heimamönnum en ekkert svaðalega vinsæll hjá neinum öðrum. Og þegar hann kom á sviðið öskruðu allir svo mikið að ég hélt að húsið mundi springa og svo fór greyið Kobi að gráta og það var öskrað meira. En Kobi sló ekki allveg í gegn hjá restinni af Evrópu. Mér langaði bara að koma því að ég hef tekið eftir hversu mikið Ísraelsmenn eru rosalega fullir af sjálfum sér og eru alltaf að tala um hvað Tel Aviv er falleg borg og landið er svo gott en ... það er ekki allveg satt. Og þá sérstaklega þegar það var spilað þriggja mínútna langt vídeó um það hvað Tel Aviv væri mikil jafnréttis borg sem allir væru velkomnir í og ég verð að viðurkenna ég varð svo rosalega reið en ég lét það ekki stoppa mig í því að öskra með Hatara.

Þegar stigagjöfin var byrjuð leit þetta ekkert rosalega vel út og ég var ekki viss um hvort að þetta væri að fara að virka hjá þeim en svo snerist allt við og þeir voru allt i einu komnir i 10. sæti og fólk virtist fíla þá ( reyndar ekki Ísraelsmenn ) en svo kom það, þeir voru sýndir á stóra skjánum og þeir drógu upp Palestínu fánana.

Ég hef aldrei verið jafn stolt. Þetta var svakalegt og að heyra viðbrögð fólksins sem var í salnum var eitt besta augnablik sem ég man og mun muna eftir.

Fyrst var bara klappað, en um leið og fáninn kom þá byrjuðu allir að öskra og púa en þá öskruðu við bara ennþá hærra. Eftir keppnina þá vorum við ekki allveg viss um öryggi Hatara eins og þið kannski sáuð á Instagramminu hans Einars en þetta reddaðist allt og þegar þau komu loksins aftur á hótelið var mikið grátið og knúsast og þetta var í fyrsta skipti sem ég knúsaði Matta fyrir framan hótelið og það voru ekki 15 myndavélar allstaðar. Hatarar eru bara sáttir og allir eru mjög stoltir af þeim, en á flugvellinum fengu þau nokkur nasty comment en það var allt í lagi afþví að það var miklu meira fólk búið að þakka þeim fyrir það sem þau höfðu gert eins og t.d. vorum við öll á veitingastað og Geinar (Guðmundur Einar, einn af icelandic music news gaurunum) átti afmæli og mennirnir sem áttu veitingastaðinn voru allir frá Palestínu og þeir komu og þökkuðu kærlega fyrir og héldu afmælis partý fyrir Geinar og það var mjög fallegt.

Núna er ég búin að fara til Ísraels og ég væri bara mjög sátt ef ég færi þangað aldrei aftur.


Þið getið fylgt mér á IG : @jorunn_elenora

©2017-2020 by Saga María