Heimsins besta köku-uppskrift


Mig langar að deila með ykkur heimsins bestu köku-uppskrift. Það var kökukeppni um daginn í skólanum og einn strákur sagði við mig að hann hafði aldrei áður smakkað eins góða köku. Þetta er reyndar bara venjuleg súkkulaði-kaka en hún er mjög góð. Ef þú trúir mér ekki verðuru bara að prófa sjálf/ur.

----------

Hérna er uppskriftin:

(Dugar í einn botn)

1 og hálfur bolli sykur

1 egg

100 gr. smjörlíki (bráðið)

2 bollar hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 bolli mjólk

2 msk. kakó

----------

Aðferð:

1. Stilla ofninn á 175 gráður.

2. Blanda sykrinum og egginu vel saman í hrærivél.

3. Blanda smjörinu hægt og rólega við sykurinn og eggið.

4. Blanda rest við þangað til degið er kjekkalaust.

5. Smyrja bökunarform vel með smjöri/ eða nota bökunarpappír.

6. Hella deginu í formið.

7. Baka í ofni við 30-40 mín. (uppskrifin segir það en ég bakaði mína í um klukkustund. Fylgist bara vel með kökunni meðan hún bakast).

8. Notið það krem sem þið viljið og ykkur finnst best en ég notaði smjörkrem. ATH. Ekki setja kremið á kökuna fyrr en hún er alveg kólnuð.

NJÓTIÐ!

----------

Hérna eru síðan myndir frá því þegar ég bakaði kökurnar en ég vil taka það fram að myndirnar eru ekki uppstilltar.Kökurnar koma síðan svona út.
Þá gerði ég tvöfalda uppskrift því ég þurfti tvö botna í hvora köku:)

-----

Þangað til næst,

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María