Hinseginsalat


Uppskrift að ljúffengu og einföldu salati sem ég kalla hreinlega hinseginsalat. Það er bæði mjög litríkt og lykillinn er sá að setja salatið/spínatið/kálið á toppinn.

Uppskrift:

Gúrka

Paprika

Kirsuberjatómatar

Granatepli

Vínber

Bláber

Spínat

Til hliðar:

Ristaðar furuhnetur

Ristuð graskersfræ

Hreinn fetaostur

-----

Það sem hefði mátt fara með:

Mangó

Egg

Mozzarella

Avakadó

Gul paprika

Jarðaber

Soðið pasta

-----

Auðvitað bætið þið og breytið eins og þið viljið og hentar:)Mæli með að fara niður í bæ á Laugardaginn 11. ágúst og horfa á Gleðigönguna sem byrjar klukkan 14:00 :)

En annars gleðilega hinsegin hátíð og hafið það gott um helgina,

Friður, Saga


©2017-2020 by Saga María