Hlutir sem ég mæli með að gera í desember

Updated: Nov 25, 2019


Nokkrir hlutir eru alveg ómissandi í desember. Það að drekka heitt kakó, horfa á jólamynd, fara út á sleða og öskra við jólalög í bílnum er eitthvað sem ég mæli með fyrir alla að gera yfir desembermánuð ;)

-----

Það að drekka heitt kakó með miklum rjóma er eitthvað sem ég sleppi ekki.


-----

Ég persónulega elska að fara út á sleða, búa til snjókall eða snjóhús. Skelltu þér endilega í hlý föt og farðu út í snjóinn. Ekki skemmir fyrir að fara með einhverjum sem þér þykir vænt um.

-----

Það sleppa fæstir því að horfa á jólamyndir. Hér eru nokkrar klassískar:

- Home alone

- The polar express

- Christmas vacation

- Elf

- How the Grinch stole christmas

- Jingle all the way

-----

Það að baka er virkilega afslappandi, sérstaklega þegar bökunarlyktinn fyllir íbúðina. Smákökur, piprkökur og lakkrístoppar eru í uppáhaldi hjá mér yfir jólatímann.


-----

Jólin byrja ekki nema að maður hlusti á nokkur góð jóla lög.

-----

Það að hugleiða getur gert kraftaverk sérstaklega þegar allt er í gangi og kannski eitthvað stress. Ég mæli þá með appinu ,Headspace,

-----

Að mínu mati eiga jólin að snúast um að öllum líði vel. Bara eitt bros getur bætt dag einhvers. Reynið að gera allavega eitt góðverk yfir þennan mánuð(og alltaf) því allir eiga skilið hamingju.

-----

Friður,

Saga.


©2017-2020 by Saga María