Hvíta hornið


Í herberginu mínu er ég með tvær hillur önnur hillan geymir POP nördadúkkurnar mínar og snyrti-og húðumhirðu vörurnar mínar. Neðri hillan er síðan aðallega með plöntum og derhúfum en eitthvað meira leynist síðan þar. Hillurnar eru á milli rúmgaflsins og gluggans (í svokölluðu horni), hillurnar eru hvítar(og reyndar spegillinn líka) og þess vegna kalla ég þetta hvíta hornið:) Undir hverri mynd stendur síðan frá hvaða merki (helsta) varan er.


Efri hillan er úr Söstrene Grene og neðri hillann og spegillinn eru úr Ikea.


S og M krukkurnar eru frá vörumerkinu DESIGN LETTERS og fást í Hrím.


Allar dúkkurnar eru úr þáttunum Stranger Things og fást þær í Nexus.


Guli páfagaukurinn er frá merkinu &KLEVERING og er hann úr Hrím.


Gamall sími, sem keyptur var á Bland.


F.R.I.E.N.D.S bollinn er úr Dogma.


Trékassinn bjó litla systir mín til fyrir mig í afmælisgjöf.


Ég fékk plöntuna Monsteru í Blómaval.

-----

Þangað til næst,

Friður Saga.


©2017-2020 by Saga María