Já ég er Drusla

Orðið Drusla getur þýtt mjög margt. Sumir skilgreina það sem skítuga tusku, óhreinan bíl eða manneskju sem að tekur ekki skömminni á ofbeldinu sem að hún varð fyrir. Ég skilgreini orðið sem manneskju sem að stendur á móti- og með brotaþolum kynferðis-ofbeldis og áreitni.

Engin á að þurfa að líða ofbeldi og í Druslugöngunni mætir fólk til þess að sýna brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu og stuðning. Maður veit aldrei hver beitir ofbeldinu eða hver verður fyrir því. Það sést ekki heldur á fólki hvort að það hafi orðið fyrir ofbeldi eða hvort að það hafi beitt því.

Ég er ofboðslega stolt af því að vera Drusla. Það fær enginn að nota orðið geng mér, ef svo er, þá mun það ekki ná til mín á niðrandi hátt.

Þú þarft ekki að hafa orðið fyrir ofbeldi til þess að vera Drusla eða til þess að mæta í Druslugönguna.

Druslugangan 2019

Hvar : Hallgrímskrikju

Hvenær : Laugardaginn 27. júlí

Klukkan : 14:00

Ég hvet alla sem hafa færi á að mæta í gönguna, ég mun senda ykkur góða strauma þar sem að ég verð ekki í bænum.

ÁST til ykkar elsku Druslur, þið eruð hetjur©2017-2020 by Saga María