Jólakjóllinn minn

Nýlega keypti ég mér kjól fyrir jólaballið sem ég var síðan svo sjúklega ánægð með að mig langaði að deila honum með ykkur hér. Ég keypti hann í Fatamarkaðnum Hlemmi en sú búð er staðsett á Laugavegi 126, 105 Reykjavík. Mig langaði í jólalegan kjól sem væri samt aðeins öðruvísi og fann ég mjög flottan kínakjól.

Annars er ég núna komin í jólafrí og á eftir eitthvað smá jólastúss.

xxx,

Saga

©2017-2020 by Saga María