Jólakveðja 2017


Núna er aðfangadagur runnin upp og flestar áhyggjur runnar burt. Jólagjafastússið búið og þá er ekkert annað en að gera en að kveikja á Michael Bublé og setja tásurnar upp. Mig langaði að senda ykkur jólakveðju með því klassíska að þið njótið jólanna og eigið farsælt komandi ár, en líka að vera þakklát/ur fyrir allt sem maður hefur fengið og njóta tímans með þeim sem standa manni næst, því það eru ekki allir það heppnir að geta haldið jólin með þeim sem manni þykir vænt um og má maður ekki taka heppni sem sjálfsögðum hlut. Ég reyni að sleppa væmninni en það eru nú einu sinni jól. Ef þið haldið ekki jól þá gleðilega ljósahátíð eða njótið að fá frí frá vinnu eða skóla. En að lokum segi ég bara Njótið með stóru N.

Eigið frábæra stund saman og hafið það gott yfir hátíðirnar,

Friður, Saga.©2017-2020 by Saga María