Komin til London!


Þá er ég komin til London eftir mikla flughræðslu og þriggja mánaða bið. Ég ætla að skrifa um fyrsta daginn hérna í London, því mér finnst skemmtilegt að lesa ferðasögur og svoleiðis svo mér datt í hug að ykkur myndi kannski finnast það líka.

-----

Flugið var klukkan rúmlega tólf (um hádegi) svo við gátum vaknað í rólegheitum, kláraða að pakka og komið okkur út á flugvöll í voða litlu stressi. Þar sem að ég er alveg frekar flughrædd (og þegar ég segi frekar þá meina ég mjög) þá passaði ég að finna mér alltaf ,,verkefni" eins og að skoða snyrtivörur í fríhöfninni, hlusta á tónlist og lesa svo að hugurinn myndi ekki vera alltaf að hugsa um flugið. Mæli með að gera það fyrir þá sem eru flughræddir:) En flugið gekk mjög vel og Netflix var alveg að standa við sitt.

Eftir að við vorum búin að tjékka okkur af flugvellinum þá tókum við lest inn í London og tókum þaðan síðan leigubíl upp á hótel. Eftir smá tíma á hótelinu fórum síðan út að borða.

Við fundum frábæran veitingastað á frábærum stað(staðurinn heitir Sprada). Göngustígurinn sem staðurinn er á er á sama stíg og London Eye (meðfram Thames ánni). Eftir matinn löbbuðum við síðan bara aðeins um og tókum nokkrar myndir sem formlegir túristar:)Ein klassísk mynd.


Önnur klassísk mynd.Fyrsti í selfí.


Þið skulið bara reyna að hunsa pabba í speglinum.

Pabbi og mamma.ég átti í fyrsta lagi að koma við toppinn en ekki hliðina og í öðru lagi það var fullt af fólki að bíða eftir því að geta labbað áfram.


Flottasta auglýsing sem ég hef séð á strætó.


Fyrsti í lyftuselfí.

-----

Hlýjar kveðjur frá London,

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María