Leiðir til þess að spara pening

Hehe, er mjög légleg þegar kemur að peningum og veit að ég er ekki ein. Vona að það sé eitthvað vit í þessum 5 ráðum, ætla sjálf að taka þau til mín.

___

  • taka eða koma með sér nesti

Þegar maður eignast pening verður meira sport að fara út og kaupa mat eða nesti. Mig langar hinsvegar ekki að vita hversu miklum pening ég hef eytt einungis í að kaupa nesti og mat vegna þess "að ég á pening". Miklu sparnaðarsama að taka með sér nesti, það segir sig sjálft.


  • bíða aðeins með kaup

að bíða í nokkra daga eftir að hafa íhugað kaup getur fært mann þangað að íhuga ekki kaupin. Ég tek mikið eftir þessu þegar ég skoða vörur á netinu, að með tímanum dofnar áhuginn á vörunni. En ef að hann dofnar ekki þá veistu að þig langar virkilega í vöruna. Á sjálf hluti sem að ég hef ekki áhuga á en hafði þá (og bara þá) og er að reyna að losa mig við með tímanum.


  • sleppa einum hlut

Hvort sem að það sé matur, föt eða hlutir þá kaupir maður oft meira en maður ætlar sér og í rauninni þarf. Af hverju ekki þá að sleppa þessu óboðna og fylgja planinu og kaupa það sem að maður ætlaði í fyrsta lagi.


  • ákveða hversu miklum pening þú eyðir

Ákveða annaðhvort viku, dags eða mánaðar- hámarkseyðslu og fylgja því plani. Ætla ég að eyða 500 kr. á dag (eða minna) ? ekki meira en 5000 kr. á viku? eða ekki meira en 15.000 kr. á mánuði?


  • ekki kaupa nýtt fyrr en það gamla er búið

Snyrtivörur, matur, föt, hlutir. Mér er alveg sama. Kláraðu vöruna fyrst og notaðu hana áður en að þú kaupir nýja!

Annars bara peningaluv og sparið peningana ykkar, Saga

©2017-2020 by Saga María