Loftslagsverkfall

Magnað að 16 ára stelpa í Svíþjóð lét yfir 1,4 milljón manns fara út á göturnar í gær til þess að setja pressu á stjórnvöld að gera eitthvað í loftslagsmálum.

Það þarf meira en 0,5 % af þjóðarhagnaðinum að vera sett í loftslagsmál og viljum við breytingar NÚNA. Það voru krakkar á mínum aldri sem fóru ekki að í verkfall í gær vegna þess að skróp mundi birtast á vitnisburðinn. Ef ég tala hreinskilinn fyrir mig er mér alveg sama þrátt fyrir að skróp birtist á minn vitnisburð, því hvers vegna að fara í skóla ef engin framtíð er í höndum.

Verkfallið er alla föstudaga frá klukkan 12:00-13:00 þangað til stjórnvöld gera eitthvað. En við getum byrjað í dag / öll gert eitthvað t.d. flokkað, minnkað neyslu á fötum, mat o.f.l. og borða lítið sem ekkert af kjöti.

Fyrst ég er með loftslagsumræðuna í gangi vil ég koma inná það að ég og Steinar tókum þátt í skemmtilegu verkefni á vegum Rúv Núll (fylgist með á Facebookinu þeirra næstu vikurnar) sem kynningu á þáttunum Hvað höfum við gert. Þið getið séð það hér fyrir neðan:


Nokkrar myndir af seinasta verkfalli:

Hlakka til að sjá ykkur næsta föstudag (og föstudaginn eftir það;),

Saga

©2017-2020 by Saga María