Mæli með í júní


Sumarfríið er gengið í garð (allavega hjá mér) og eins og staðan er núna verður júní alveg meiriháttar mánuður. Þar sem ég er að fara til London(núna eftir 3 daga) þá ætla ég að tala um hluti sem tengjast þeirri borg.

----------

Bækur:

Eftir minni bestu getu voru Harry Potter bækurnar og myndirnar búnar til í London. Ég er núna á fullu að lesa bækurnar og mæli ég mikið með þeim. Þær eru mjög vel skrifaðar og í flestum tilfellum er myndirnar eins konar sýnishorn af bókunum, svo ef maður vill vita meira um myndirnar er tilvalið að lesa bækurnar.


----------

Lög:

Ég tók saman tvö lög frá sveitinni Florence + the Machine en sú sveit kemur frá Bretlandi. Fyrra lagið er nýtt og seinna lagið er átta ára gamalt. Bæði myndböndin eru virkilega flott og töff.----------

Spenntust fyrir:

...Auðvitað borginni sjálfri og tónleikunum, en Beyoncé og Jay-Z eru með tónleikana. Þau eru núna á tónleikatúrnum sínum OTR II og tónleikarnir sjálfir eru 15. júní. Ég mun reyna að setja inn eins mikið og ég get á meðan ég er í London en þetta mun allt koma hér inná bloggið fyrr eða síðar:)En þangað til næst:

Friður, Saga


©2017-2020 by Saga María