Mæli með í maí


Sumarið er alveg að koma, kannski ekki beint sumarið en það styttist í sumarfrí. En þangað til klæðumst við dúnúlpunum og höfum kveikt á ketrtunum á meðan við hlustum á bylinn úti og bíðum eftir sumrinu. En ég tók til hluti sem ég mæli með þennan mánuðinn.

----------

Lög:

Gamalt lag: Upgrade U, með Beyoncé og Jay-Z verð ég eiginlega að mæla með í þessum mánuði því ÞEGAR sólin birtist þá hentar þetta lag mjög vel við. Lagið kom að vissu út árið 2009 en það er samt alltaf klassískt.


Nýtt lag: Breath, með Jax Jones og eiginlega bara öll hans lög koma manni í sumarfílinginn. Einnig eru þau alveg frábær danslög. Dæmi um fleiri lög með honum: You Don't Know me og Instruction.


----------

Bók:

Eleanor og Park. Ég er reyndar að lesa hana núna og er ekki búin hana, en ég er búin að lesa það mikið að ég get mælt með henni. Hún er stelpu sem er byrjar í nýjum skóla og kynnist strák. Þau verða vinir og þróa síðan samband sitt út frá því. Bókin er tvískipt en Eleanor og Park skiptast á að segja söguna. Mæli með fyrir unglinga. Þetta er reyndar ekki kápan á bókinni, þetta er er fan-art eða mynd eftir aðdáanda. Mér finnst hún reyndar fallegri en kápan á bókinni svo ég læt hana hér fyrir neðan.


----------

Mæli með í maí:

Eurovision!!! Kemur á óvart? Keppnin sjálf stendur yfir frá 8. -12. maí. Ari er annar á svið í fyrri undanriðlinum sem er þann 8. maí. Mæli með að fylgjast með útsendingunni sem á Rúv klukkan nákvæmlega 19:00 (öll kvöldin) og með fréttum frá Lissabon, en keppnin er haldin þar. Instagram reikningurinn hans Ara klikkar síðan seint.


En þangað til næst,

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María