Mæli með í mars


Fyrir þessa færslu tók ég saman nokkra hluti sem ég mæli með í mars.

----

Plata:

Seinustu jól þá fékk ég Lemonade plötuna eftir Beyoncé. Platan kom reyndar út í apríl 2016 en ég hlustaði fyrst á plötuna af einhverju viti um daginn. Platan er heill tilfinningarússibani en er hún að syngja um það þegar Jay-Z hélt framhjá henni. Ekki er hægt að hlusta á plötuna inná Spotify en það eru einhver lög inná Youtube.


Bara eitt af þessum skiptum sem ég hlusta á plötuna ;)

Spenntust fyrir:

Akkúrat núna er ég spenntust fyrir Hönnunamars. Foreldrar mínir eru báðir grafískir hönnuðir svo það að gera eitthvað skapandi hefur alltaf verið partur af mér og mínu lífi. Allavega ...ég er mjög spennt fyrir Hönnunamars og skoða það sem hönnuðir hér og þar um bæin eru búnir að gera og skapa fyrir þennan viðburð.


Í fyrra tóku forledrar mínir þátt í Hönnunamars og þá tók ég þessa mynd.

Kona mánaðarins:

Þrátt fyrir að þessi kona sé dáin þá langaði mig að nefna hana svo aðrir muni kannski heillast jafn mikið af henni líkt og ég geri. Frida Kahlo var mexíkósk listakona sem var mikið veik þau 47 ár sem hún lifði en það stoppaði hana ekki í að framkvæma list. Frida er helst þekkt fyrir sjálfsmyndirnar sem hún málaði af sér og öðrum. Útlit Fridu var einkennilegt ef lítt er á þann tíma sem hún lifði. Hún var með samvaxnar augnbrýr og örlítið skegg fyrir ofan varirnar. Þegar maður leitar eftir Fridu þá kemur upp heill hellingur af myndum sem veita manni innblæstri.


Sjálfsmynd sem hún gerði af sjálfri sér.

-----

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María