Milljarður Rís


Í dag fór ég með skólasystrum mínum á viðburð á vegum UN Women sem kallast Milljarður Rís. Meiningin er að fólk mæti og dansi gegn kynbundu ofbeldi gegn konum. Það var dásamlegt að sjá fjöldann allan af fólki sem var mætt til að segja Nei við ofbeldi og dansa. Það voru margir flottir listamenn sem komu fram meðal annars, GDRN, Amabadama, Auður, Svala og Cell 7. Myndavélin fékk að fylgja með og kom mér á óvart hversu vel myndirnar heppnuðust, þar sem ég var einungis að einbeita mér að því að dansa.

FOKK OFBELDI, ALLTAF,

Saga

©2017-2020 by Saga María