Myndaþáttur 3.


Þriðji myndaþátturinn sem kemur hingað inn...Jeij. Um daginn fékk ég til mín þrjár stelpur á aldrinum 9-10 ára. Ég var mikið að pæla hvort myndatakan átti að vera hefðbundin(þær að brosa í venjulegum fötum) eða hvort hún ætti að vera öðruvísi(þær í jakkafötum af pabba, nei segi svona). Ég ákvað síðan eftir ráðlegginga vina (takk Kristján, Stefán og Hóa) að blanda báðu saman. Innblásturinn fyrir fyrra ,,hollið" var ,,úr fataskápnum hjá mömmu" og fyrir seinna ,,hollið" bað ég stelpurnar að koma með föt sem þeim mundi langa til að vera í. Einnig var ég líka að leika mér með það hvernig ég notaði flassið, ég hélt bæði með hendinni og með blaði (fyrir flassið). Þess vegna eru myndirnar mis dökkar og birtan sjaldan eins. Endilega skoðið myndirnar og takk stelpur fyrir að koma til mín. ATH. Myndirnar sem eru neðst, klikkið á þær og þær koma í fullri stærð.
xxx

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María