Nýjungar af Asos

Nýlega pantaði ég af Asos (allt skart) og hef ég fengið nokkrar spurningar út í skartið og því ákvað ég að skella í færslu með því sem að ég keypti með link á vörurnar.


Gervi eyrnalokkur :

Þessi er í miklu uppáhaldi því að hann lítur alls ekki út fyrir að vera gervi. Hægt er að stækka hringinn eftir því hversu stórt brjósk maður er og þegar maður setur hann á. Ég er reyndar með hann ofar á eyranu en módelið á myndinni fyrir neðan en bæði kemur vel út. Þið getið verslað vöruna með því að smella HÉR.

Snákaeyrnalokkar:

Þessir eru mjög flottir og þá kannski helst til að vera með þá hversdags. Mér finnst þeir vera akkúrat á milli þess að vera casual og verandi með statement. Þið getið verslað vöruna með því að smella HÉR.

Hringeyrnalokkar:

Mig hefur vel og lengi langað í fallega hringeyrnalokka og þessir fylltu svo sannarlega í það skarð. Ég myndi ekki segja að þeir væru léttir, en ég myndi heldur ekki að segja að þeir væru þungir og haldast þeir mjög vel. Þið getið verslað vöruna með því að smella HÉR.

Snákahringur:

Nýlega er ég búin að vera með netta þráhyggju í hringi og líka á snákum(hehe) og fann ég skart sem sameinar það ágætlega. Honum fylgir smá statement en mér líkar ekkert illa við það;) Þið getið verslað vöruna með því að smella HÉR.

Þrír í pakka:

Þessir eru svo tilvaldnir í skólann að það er hálfvandræðalegt;) Í pakkanum eru þrjár tegundir af lokkum. Þið getið verslað vöruna með því að smella HÉR.

xxx,

Saga

©2017-2020 by Saga María