Plöntubörnin mín og plöntuuppskrift


Allt í kringum okkur eru plöntur. Á heimilum, veitingastöðum og útí í náttúrunni. Eitt af því sem ég elska mest við plöntur eru hvað engar tvær eru eins. En þar sem ég er mikil plöntukona langar mig að fjalla um nokkrar plöntur sem prýða herbergið mitt.

-----

nr. 1: Kaktusar.

Kaktusar eru frábærar plöntur að því leiti að þær henta öllum því maður þarf ekki að vökva þá, frá nóvember til mars (það kemur nefnilega alveg fyrir að maður gleymir að vökva plönturnar sínar;) ). Þrátt fyrir að það sé ótrúlega vont að snerta mikið göddóttan kaktus þá grípa þeir sannarlega augað og eru þetta mjög skemmtilegar plöntur. (Kaktusarnir sem eru á myndinni fyrir neðan eru þeir Göddi, í hvíta vasanum, og hann Nappi, í þeim brúna).


nr. 2: Þykkblöðungur.

Margar gerðir eru til af þykkblöðungum en ég ákvað að taka fyrir Aloaveruna mína. Hún gerir kraftaverk fyrir brunasár og hentar plantan vel fyrir húð og hár (neðst er uppskrift). Eftir að þessi mynd var tekin þá skipti ég henni niður í fjóra potta og finnst mér hún njóta sín betur þannig. (Svo þið vitið þá hét þessi Gróa og kalla ég núna þá sem er í appelsínugula pottinum Gróu og hin stykkin kalla ég Gróubörn).


nr. 3: Monstera.

...er planta sem vex og verður fallegri með hverjum deginum. Þegar ég keypti Lárus (plantan) þá ákvað ég að hafa hana unga svo ég gæti átt hana lengur og þannig fá meira fyrir peninginn. Monstera (og Lárus) er ótrúlega falleg planta sem flest heimili eiga. Eftir að myndin var tekin þá skipti ég Lárusi í þrjá potta og eru þær allar orðnar risastórar. (Fyrir aftan myndina er svo hún frænka mín).


Svo í lokin er ein plöntuuppskrift fyrir húð og hár.

Fyrir hár...

Hráefni:

Aloavera (stöngull)

Tæki:

Blandara

Aðferð:

Þú skerð Aloavera stöngulinn í sundur og skefur innihaldið úr með skeið. Innihaldið skaltu síðan skella í blandara þangað til það er orðið hvítt á litinn. Því næst setur þú hvíta gumsið í hárið og lætur liggja í yfir nótt.

Fyrir andlit...

Þessi uppskrift getur ekki verið einfaldari því það eina sem þú þarft að gera er...

Skera Aloavera stöngul í tvennt og láta það snúa að andlitinu sem er slímugt. Því næst rúllar þú því meðfram andlitinu. Einnig lætur þú það liggja á andlitinu yfir nótt.

-----

Ég get ekki sagt að sjái eftir kaupunum á plöntunum sem ég hef keypt. Ef þú átt ekki allavega eina plöntu mundi ég næla mér í eina, hún þarf ekki að vera ein af þessum því úrvalið er svo mikið að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María