Reykir 2018


Fyrir viku, 15. janúar síðan fór ég í skólabúðir sem bera nafnið Reykir. Þar vorum við í fjórar nætur eða fram á 19. janúar. Þar átti ég frábærar stundir og ferðin fín. Starfsfólkið var ótrúlega skemmtilegt og maturinn var fínn (sérstaklega fyrir grænmetisætur). Að sjálfsögðu var myndavélin með og langar mig að sýna ykkur helstu myndirnar. Myndirnar og vídjóin sem ég tók voru yfir 300 en eru þær sem eru fyrir neðan er ágætt samasafn af ferðinni. Fyrir þá sem eiga eftir að fara og efast um hvort þeir eigi að fara með, fariði, þið munið alls ekki sjá eftir því.


Á Reykjum fara allir í hópmyndatöku og var þessi mynd tekin af hópnum mínum.(Ef þið eruð að leita að mér þá er í rauðri hettupeysu í línu 3, frá neðstu línu).


Þennan bíl er að finna á Byggðasafninu.


Þá sjaldan sem ég fæ viðbrögð frá þeim.


Mynd frá einni kvöldvökunni.


Húsvörðurinn á Reykjum að sinna sínum störfum.


Herbergisnúmerið á herberginu sem ég var í ásamt þrem öðrum vinkonum mínum (ekki spurja mig hvað Hóa er að gera í kojunni).


Frá sjónarhorni Ólafshúsar yfir svæðið.


Ofan á gömlu kartöflugeymslunni.


Við sjóinn.


Úr einum matartímanum.

-----

Og að lokum vil ég nefna kennarana mína sem komu með okkur, Ingva, Gunnar og Hörpu sem stóðu við bakið á okkur allan tímann.

Friður,

Saga.


©2017-2020 by Saga María