Síðastliðnir tveir dagar í London

Updated: Dec 15, 2018


Þar sem ég hafði ekki tíma í gær til þess að setja inn færslu þá er þessi einhvers konar tveir fyrir einn(dagurinn í dag og í gær). Það er alveg sjúklega gaman hérna í London og er ég búin að gera marga hluti sem ég hef ekki gert áður. Ég ætla að halda áfram að segja ykkur ferðasöguna og byrja ég á deginum í gær(12. júní).

-----

12. júní, þriðjudagur.

Við byrjuðum daginn á að skoða Buckingham Palace, höll Elísabetu drottningu, og þaðan fórum við í Hop on and Hop off bus. Ef við hefðum tekið heilan hring með strætónum þá hefðum við verið í tvo og hálfan tíma. Þar sem úthaldið var ekki alveg svo mikið þá fórum við út rétt hjá Covent Garden og fengum okkur að borða og skoðuðum markað sem var þar hjá. Við fórum einnig í M&M´s og risa nammibúð sem var þar (eiginlega) við hliðina. Um kvöldið fórum við síðan á söngleikinn Aladdín og var/er það eitt af því flottasta sem ég hef séð.


Við að plana illa heppnaða túristamynd.Í strætónum.Annar í selfí.
Veitingastaðurinn og markaðurinn.


M&M´s


Já einmitt.


13. júní, miðvikudagur.

Eftir morgunmat þá löbbuðum við í áttina að Oxford street en náðum svo sem aldrei þangað því að við stoppuðum í svo mörgum búðum á leiðinni. Við stoppuðum í alveg ótrúlega fallegri/flottri búð og svei mér þá ef þetta er ekki bara nýja uppáhaldsbúðin mín. Þið getið fundið hana HÉR . Ég set líka myndir af búðinni fyrir neðan. Um kvöldið fórum við á prentnámskeið sem var virkilega skemmtilegt. Góður dagur:)Valkvíði dagsins.
í búðinni.
Stoppað til að fylla á tankinn.


á námskeiðinu.VOUGE og kvöldsnarlið.

-----

Hlýjar kveðjur frá London,

Friður, Saga


©2017-2020 by Saga María