Söngvakeppna-uppáhald 2018 / Undanúrslit


Eins og margir vita hef ég mikinn áhuga á Söngvakeppninni og Eurovision. Ég er semsagt algjört ,,júrónörd". Í þessari færslu tók ég saman öll lögin og atriðin og flokkaði í flokka eftir því hvað var flottast.

-----

Flottasta förðunin:

Margir tengja Söngvakeppnina og Eurovision við glimmer, pallíettur og stuð. Það var þannig þetta árið en Sólborg sem söng dúettinn ,,Ég og þú" tók föðrðunina alla leið. Hún er ein af manneskjunum þar sem það að vera snoðaður/snoðuð fer manni hrikalega vel (öfund hérna megin) og í staðinn að setja fókusinn á hárið þá setti hún hann á andlitið. Allt smellur þarna saman augnhárinn, kinnaliturinn og varaliturinn. Vel gert Sólborg.


-----

Hugljúf lög: Það voru tvö lög sem ég flokkaði undir Hugljúf lög, ,,"Brosa og ,,Litir". Þau voru bæði frekar róleg og veittu manni góðri tilfinningu. Bæði lögin sömdu Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson, Guðmundur söng lagið ,,Litir" og Þórir Geir og Gyða Margrét sungu lagið ,,Brosa" .

-----

Flottustu skórnir:

Þegar maður er í dökkum fötum er ekkert flottara en að poppa lúkkið upp með flottum fylgihlut en Ari sem söng lagið ,,Heim" gerði það svo sannarlega. Þeir voru úr rauðu rússkini og alveg ótrúlega fallegir.


-----

Eftirminnilegasta atriðið:

Þennan flokk fannst mér mjög gaman að skoða. Mörg atriðin fannst mér mjög eftirminnileg en atriðið ,,Ég mun skína" með Þórunni Antoníu fannst mér eftirminnilegast. Frá upphafi til enda horfði maður á atriðið til að sjá hvað mundi gerast næst. Á sviðinu með Þórunni voru kraftakonurnar Arnhildur Anna og Anný Mist. Atriðið var mjög frumlegt, allavega hef ég ekki séð neitt þessu líkt í Söngvakeppninni.


-----

Flottustu bakraddirnar:

Allan daginn bakraddirnar úr atriðinu ,,Kúst og fæjó". Það var eitthvað svo yndislegt við þessar bakraddir sem fékk mann til að brosa. Í bakröddum voru leikararnir Sigurður Þór Óskarsson og Oddur Júlíuson.


-----

Fallegustu/flottustu raddirnar:

Mér fannst svo erfitt að velja flottustu röddina að ég endaði með að velja raddir úr tveimur atriðum en það voru atriðin ,,Í stormi" og ,,Aldrei gefast upp". Gaman er að segja frá því að Dagur Sigurðsson sem söng lagið ,,Í stormi" tók þátt í ,,Xfactor" í Bretlalandi og þau Hrafnhildur Ýr , Karítas Harpa , Eiríkur Þór , Rósa Björg og Sigurjón Örn í atriðinu ,,Aldrei gefast upp" kynntust í TheVocie (á Íslandi).

-----

Flottustu búningarnir:

Tvö lúkk fannst mér virkilega flott og grípandi. Annað lúkkið var úr atriðinu ,,Óskin mín" en hún Rakel Pálsdóttir var í ótrúlega flottum bleikum samfesting. Eða eins og vinkona mín sagði ,,Vááááá, mig langar að ferma mig í svona". Hitt lúkkið var típískt Eurovision lúkk í bland við hljómsveitina Abba en það var úr atriðinu ,,Svaka stuð" en þær Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir voru í pallíettugöllum. Bæði lúkkin fannst mér ótrúlega flott eins og þau voru ólík.

-----

Stuð á sviði:

Það gengur kannski ekki alveg upp ef að keppendur eru að flytja hresst lag og sitja á bekk á meðan þeir eru að flytja lagið. Þannig að þessi flokkur er blanda af hressum lögum og stuði á sviði. Með þeim voru lögin ,,Golddigger" flutt af Aron Hannesi og ,,Hér með þér" flutt af Sonju Valdin og Agli Ploder.

-----

Lögin sem munu keppa til úrslita í Laugardalshöll þann 3. mars eru,

Golddigger,

Our choice (Heim),

Kúst og fæjó,

Battleline (Aldrei gefast upp),

Here for you (Hér með þér),

Í stormi.

Seinna kom í ljós að Our choice sigraði og mun keppa fyrir Íslands hönd í Lissabon þann 8. maí.

*Myndir birtar með leyfi Rúv*

Friður,

Ykkar Saga.


©2017-2020 by Saga María