Súkkulaðikringlurnar hennar ömmu löngu

Updated: Nov 25, 2019


Það sem þarf í kringlurnar:

120 gr. smjör

400 gr. sykur

3 egg

100 gr. kakó

2 tsk. vanilludropar

500 gr. hveiti

1 tsk. þurrger

3 - 4 msk. mjólk


1. Mælið smjör og hrærið í hrærivél þangað til að liturinn á smjörinu verður hvítur/ljós.

2. Mælið sykur og blandið við smjörið.

3. Brjótið eggin eitt í einu og blandið við smjörið.

4. Mælið kakó og bætið við sykurinn, smjörið og eggin.

5. Mælið hveiti þar næst blandið þurrgeri og hrærið létt saman (áður en blandan er sett í hrærivélina).

6. Blandið hveitiblöndunni útí í litlum skömmtum og mjólkinni með jafnóðum. Blandið vanilludropunum við.

Tips: Þegar vélin er að hræra og öll hráefnin eru komin er mikilvægt að halda utan um vélina svo að hún detti nú ekki í sundur.

7. Komið deiginu saman í einn klump og setjið í plastfilmu. Látið standa í ískáp yfir nótt.

Stillið ofninn á 180C áður en bakstur hefst ath. allir ofnar eru mismunandi og því er mikilvægt að fylgjast vel með kringlunum þegar þær eru komnar í ofninn.

8. Skerið deigið í minni búta. Rúllið deiginu í lengju og mótið kringlurnar (sjá á mynd).

9. Látið á plötu og penslið yfir með eggi. Baka á kringlurnar í 30 mín.

NJÓTIÐ!


xxx,

Saga


©2017-2020 by Saga María