“Social media seriously harms your mental health”

Updated: May 10, 2019

Samfélagsmiðla auglýsingar eru að mínu mati skaðlegastar. Þær eru gerðar þannig að markhópurinn eru t.d. 14 ára stelpur og þá birtist auglýsingin hjá 14  stelpum. Foreldrar mínur reka fyriræki og sem dæmi þá var dagur íslenska hestsins í gær. Fyrirtækið selur veggspjöld af hestum og pabbi borgaði facebook til þess að birta auglýsinguna um veggspjöldin hjá fólki sem hefur áhuga og skoðar mikið um og af hesta.

Auglýsingarnar sýna oftast hvernig líf þitt fullkomnast um leið og þú kaupir vöruna þeirra og/eða þegar þú notar appið þeirra.

Ég hef oftar en ekki fengið auglýsingar sem sýna hvernig ég get komist í líkamsform lífs míns og hvernig líf mitt bara einhvern veginn fullkomnast við það að nota vöruna eða appið sem fyrirtæki eru að auglýsa. Og hef sjálf fengið mér þessi öpp þrátt fyrir að ég hef engan áhuga fyrir því. Bara að því það greip mig í augnablikinu.

Ég held samt að það séu ekki bara auglýsingarnar sem hafa slæm áhrif. Maður eyðir mörgum mínútum á dag (hvað þá á viku) við að skoða hvað annað fólk er að gera og ósjálfrátt er ég farin að bera mitt líf saman við lífið hjá öðrum. En ef við köfum aðeins dýpra. Við erum öll í þessum vítahring. Við skoðum hvað aðrir eru að gera, setjum inn okkar glansmynd, skoðum aðeins meira en þörf er á og síðan skömmum við okkur aðeins fyrir að eiga ekki fullkomið líf eins og allir aðrir. Eru einhverjir að tengja?

Það er samt þannig séð ekkert nýtt að fólk sýnir og segir og sýnir aðeins frá glansmyndinni sinni og er að bera líf sitt saman við annara.

Auglýsingar eru samt ekki slæmar en verið með augun opin hvort sé verið að reyna að ýta á veika punkta hjá ykkur því það er oftast markmiðið hjá auglýsendunum.

xxx, Saga

©2017-2020 by Saga María