Seinustu vikur

Updated: Oct 28, 2019

Ég held það sé ekki of strangt til tekið ef ég segi að ég hafi aldrei á minni stuttu æfi verið svona upptekin. Ég er að æfa sjö sinnum í viku og er í jafn mörgum ráðum. Er að fara henda í aðra seríu fyrir Rúv og Skrekkur hefur tekið öll völd. Það útskýrir fjarveru mína héðan. Þetta hljómar eins og mont en ég veit í rauninni ekki hvort að þetta sé eitthvað til að monta sig yfir.

Ég var að renna yfir photos í símanum mínum áðan og fann fullt af skemmtilegum myndum sem að mig langar að deila hér.


Landsmót Samfés:

ég fór á súper skemmtilegt landsmót í mosfellsbæ þar sem að ég kynntist fullt af nýju skemmtilegu fólki og gerði fullt af nýjum hlutum.


Út úr kortinu:

ég og Birta vinkona mín byrjuðum með þætti á Rás1 sem heita Út úr kortinu og eru um unglinga fyrir unglinga. Mjög skemmtilegir þættir sem að enginn má láta fram hjá sér fara ;) Þið getið hlustað HÉR


2000's ball:

það var haldið 2000's vinaball.


skólastuuð:


Vinavibes og ég að borða ís:


Alba borðar ber:

xxx, saga

©2017-2020 by Saga María